Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Side 18
JOSÉ SARAMAGO
gátuna, sannfæringuna eða vonina um að við göngum - öll saman - í átt
að raunverulega lýðræðislegum heimi, og værum þá loksins að gera að
veruleika, tveimur og hálfu árþúsundi á efdr Sókratesi, Platóni og Arist-
ótelesi - og með betri árangri -, gríska drauminn um samstillt þjóðfélag,
í þetta sinn án þess að nokkur greinarmunur sé gerðnr á húsbændum og
þrælum. Eins og saklausar sálir sem enn trúa á fullkomleikann staðhæfa,
er draumurinn orðinn að veruleika þegar það lýðræði, sem við skilgrein-
um nánar sem vestrænt, byggist hvorki á eignum né kynþætti, þegar at-
kvæði auðugari borgarans eða þess hörundsbjartari jaíngildir í kjörköss-
umnn atkvæði fátækari borgarans eða þess hörundsdekkri, því að þá
höfum við náð æðsta stigi lýðræðis með eindreginni jafnréttisstefiiu sem
aðeins þyrfd meiri landffæðilega útbreiðslu til að verða pólitískur arftaki
allsherjarlyfs hinnar fomu læknisfræði. En ef ég má skvetta kaldri vams-
gusu yfir svo yfirborðskennda sannfæringu vil ég leyfa mér að fullyrða að
harður veruleiki þessa heims sem við búum í gerir þá draumsýn sem ég
var að lýsa fáránlega, og að alltaf rekumst við á - á einn eða annan hátt
og án þess að undrast að lokum - sérstakan valdahóp sveipaðan almenn-
um lýðræðisbúningi. Eg hyggst útskýra mál mitt bemr.
Þegar ég fullyrti að með því að kjósa og tjá ákveðinn pólitískan vilja
væm menn um leið að afsala sér möguleikanum á að beita þessum sama
vilja, eins og sést á því að þegar þeir kjósa veita þeir öðrum umboð sitt,
þegar ég fullyrti það, var ég aðeins að impra á umfjöllunarefni mínu, og
íhugaði ekki áframhaldandi atburðarás og afleiðingar þess að kjósa,
hvorki með tilliti til valdastofnana né mismunandi pólitískra og þjóðfé-
lagslegra sviða þess samfélags sem mennirnir lifa og hrærast í. Ef ég
skoða hlutina nánar tel ég mig geta komist að þeirri niðurstöðu að með
því að kjósa séu menn í eiginlegum skilningi, að minnsta kosti sumir
þeirra, að afsala sér tímabundið sínum eigin varanlega rétti til pólitískr-
ar þátttöku, fresta honum og leggja hann til hliðar fram að næstu kosn-
ingum þegar tunboðsveitingakerfið fer aftur af stað með sama hætti og
endar á sama hátt. En íyrir minnihlutann sem kosinn er getur þetta afsal,
í ekki síður eiginlegum skilningi, verið fyrsta skrefið á braut sem er
lýðræðisleg í skjóli atkvæðafjöldans, en stefhir samt, þvert ofan í brostn-
ar vonir blekktra kjósendanna, ósjaldan að markmiðum sem eru á engan
hátt lýðræðisleg og geta meira að segja beinlínis strítt gegn lögum. Þó að
í grundvallaratriðum myndi það ekki hvarfla að nokkru samfélagi viti-
borinna manna að kjósa spillta og spillandi einstaklinga sem fulltrúa sína
16