Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Síða 19
NAFNIÐ OGINNTAK ÞESS
á þingi eða í ríkisstjóm, sýnir bitur og sífelld reynsla þrátt fyrir það að
stór hluti valds, hvort heldur það er bundið við eitt land eða alþjóðlegt,
er í höndum slíkra og annarra glæpamanna, eða beinna og óbeinna um-
boðsmanna þeirra. Engin nákvæm rannsókn, engin smásmuguleg athug-
un á hinum nafnlausu kjörseðlum sem stungið er í atkvæðakassa gæti leitt
í Ijós, til að mynda, vanþóknun kjósenda á sambúð ríkja og alþjóðlegra
auðhringa, en glæpsamlegt athæfi þeirra, þar með taldar styrjaldir, er að
steypa plánetunni sem við lifum á í glötun.
Við læmm af bókum, og lexíur lífsins staðfesta það, að sama hversu
mikið jafnvægi virðist ríkja í stjórnskipulagi og starfsemi hverrar eining-
ar þess um sig, kemur pólitískt lýðræði okkur að lidu haldi sé það ekki
rótin að virku og raunverulegu efnahagslegu lýðræði, og ekki síður raun-
verulegu og virku menningarlegu lýðræði. Að segja þetta á okkar dögum
hlýtur að virðast margtuggin klisja fremur en smáatriði, arfur ffá ákveðn-
um hugmyndafræðilegum óróa í fortíðinni, en menn loka augunum fyr-
ir vemleikanum ef þeir viðurkenna ekki að þegar þessi lýðræðislega
þrenning - pólitísk, efnahagsleg og menningarleg, og hver þeirra bætir
hinar tvær upp - sótti í sig veðrið sem framtíðarsýn varð hún það sam-
einingartákn borgaranna sem ekki alls fyrir löngu gat hrifið hjörtu, kom-
ið róti á hugann og örvað viljann til dáða. Nú á dögum, fyrirlitin og hrak-
in á sorphauga hins fastmótaða orðalags, slitin og skæld af notkun eins
og gamall skór, hefur hugmyndin um efhahagslegt lýðræði, hversu afstæð
sem hún þyrfti að vera, vikið fyrir gróflega sigrihrósandi markaði, og
hugmyndinni um menningarlegt lýðræði var skipt út fyrir ekki síður
grófa fjöldaframleiðslu menningar, þennan falska bræðslupott sem á að
dylja alger yfirráð einnar menningar. Við teljum að við höfum tekið
framförum, en í raun fer okkur aftur. Og það verður sífellt fjarstæðu-
kenndara að tala um lýðræði ef við höldum áfram að vaða í þeirri villu að
líta á flokka, þing og ríkisstjómir sem tákn fyrir fjöldaafl og gangverk
lýðræðisins án þess fyrst að rannsaka alvarlega og afgerandi hvernig þau
nota atkvæðin sem komu þeim þangað sem þau eru. Lýðræði, sem fylg-
ist ekki með sjálfu sér, sem rannsakar ekki sjálft sig og gagnrýnir sjálft sig
ekki, er óhjákvæmilega dæmt til að staðna.
Menn skulu ekki draga þá ályktun af orðum mínum að ég sé á móti
stjómmálaflokkum; ég er baráttumaður fyrir þeim. Menn skulu ekki
ætla að ég hafi andúð á þjóðþingum, en vissulega vildi ég að þau væm
afkastameiri og mösuðu minna. Og ekki skulu menn heldur halda að ég
i7