Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Síða 20
JOSÉ SARAMAGO
hafi uppgötvað töfrauppskrift sem geri þjóðum kleift að lifa í sælu um
ókomin ár án þess að þurfa að þola ríkisstjórnir; en ég neita einfaldlega
að viðurkenna að aðeins megi stjórna og lúta stjórn samkvæmt því
lýðræðisskipulagi sem tíðkast og er að mínu mati ófullkomið og sund-
urlaust, þessu skipulagi sem við virðumst flýja með í ofboði í fylkingar-
brjóst og ætlum að gera alþjóðlegt, líkt og við værum, innst inni, aðeins
að flýja okkar eigin drauga í stað þess að horfast í augu við þá og reyna
að kveða þá niður.
„Ofullkomið“ og „sundurlaust“ nefndi ég það lýðræðisskipulag sem
tíðkast því að í rauninni fæ ég ekki séð að unnt sé að nefna það annað.
Auðþekkjanlegt lýðræði, heilt, algert, ljómandi eins og sól sem skín jafnt
á alla, ætti, í nafni hreinnar rökfræði, að hefjast í næsta nágrenni okkar,
það er að segja, í landinu sem við fæddumst í, í þjóðfélaginu sem við lif-
um í, í göturmi þar sem við búum. Sé þessu skilyrði ekki fullnægt, og dag-
leg reynsla okkar gefur til kynna að svo sé ekki, verða allar kermingar og
fýrri aðferðir, það er að segja, fræðigrunnurinn og tilraunir til að virkja
lýðræðiskerfið, frá upphafi afbakaðar og spilltar. Til lítils að hreinsa vatn-
ið í ánni á leið hennar gegnum borgina ef spillingarvaldurinn er í upp-
sprettunni. Við höfum þegar séð að það er orðið úrelt, gamaldags og
meira að segja hlægilegt að rifja upp húmanísk markmið efnahagslegs og
menningarlegs lýðræðis, en án þeirra er það sem við nefnum pólitískt
lýðræði ekki annað en brothætt skurn, kannski litskrúðug og skrýdd
fánum, veggspjöldum og fögrum orðum, en án nokkurrar næringar fyrir
borgarana. Aðstæður lífsins nú á dögum valda því að meira að segja þessi
þunna og brothætta skel, sem lítur út eins og lýðræði og enn hefur varð-
veist vegna óforbetranlegrar íhaldssemi mannsandans - enda lætur hann
sér yfirleitt nægja ytri form, tákn og viðhafnarsiði til að viðhalda trú sinni
á veruleika, sem nú skortir samhengi, eða á æðri tilgang, sem í tímans rás
hefur glatað inntaki og nafni - ég endurtek, aðstæður lífsins nú á dögum
valda því að sá ljómi og þeir litir sem við höfum einblínt á og hafa hing-
að til skreytt hinn snjáða búning pólitísks lýðræðis, eru óðfluga að missa
glansinn, verða drungalegir, ískyggilegir, ef ekki óþyrmilega fáránlegir,
líkt og skrípamynd hnignunarinnar sem staulast sína leið undan niðrandi
háðsglósum og síðustu fagnaðarlátum spéfugla eða eiginhagsmunaseggja.
Eins og alltaf hefur gerst frá upphafi veraldar og alltaf mun gerast þar
til tegund okkar deyr út er kjarni málsins í öllum þjóðfélögum, og þaðan
spretta öll önnur umhugsunarefni og þangað stefna þau öll fyrr eða síð-
18