Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Blaðsíða 22
JOSÉ SARAMAGO
fáum þá brjálæðislcgu hugdettu að minnka eða takmarka svið þess með
því að setja það undir reglur almannahagsmuna. Með öðrum og skýrari
orðum staðhæfi ég að fólk kýs ekki ríkisstjómir sínar til að þær „flytji
það“ á markaðinn og ennfremur að það er markaðurinn sem stýrir því al-
farið að ríkisstjórnirnar „flytja“ fólkið til hans. Og tali ég svona um
Markaðinn er það af því að hann, nú á tímum, er framúrskarandi tæki
hins eina og óhrekjandi valds sem rís undir nafni, hins efnahagslega og
fjármálalega valds sem teygir sig yfir landamæri og heimsálfur, þessa
valds, sem er ekki lýðræðislegt af því að fólkið kaus það ekki, er ekki
lýðræðislegt af því að fólkið stjórnar því ekki, og ekki lýðræðislegt af því
að það stefnir ekki að hamingju fólksins.
Viðkvæmar sálir munu álíta þessi orð mín hneykslanleg og tileínislega
ögrun, jafnvel þótt þær hljóti að viðurkenna að ég hafi ekki gert annað en
að benda á nokkur augljós grundvallarsannindi, almennar staðreyndir
sem \dð höfum öll haft reynslu af, einfalda sýn heilbrigðrar skjmsemi. En
stjórnmálastefnur af öllum gerðum og í öllum litum hafa breitt þagnar-
hjúp yfir þessa og aðra ekki síður augljósa hluti í þeim tilgangi að eng-
inn, sem þekkir sannleikann, vogi sér að gefa í skyn að við séum að rækta
lygina eða samþykkja að vera vitorðsmenn hennar.
Við skulum því horfast í augu við staðreyndirnar. Það þjóðfélagskerfi
sem við höfum hingað til kallað lýðræðislegt líkist æ meir auðvaldsstjórn
(þar sem hinir ríku ráða) og æ minna lýðræði (þar sent fólkið ræður).
Ekki er hægt að neita því að sá hafsjór fátæklinga hér í heimi, sem al-
mennt er boðaður til kosninga, er aldrei boðaður í ríkisstjórn (fátækling-
ar kysu aldrei flokk fátæklinga af því að flokkur fátæklinga ætti ekkert til
að lofa ...). Ekki er hægt að neita því, ef svo ákaflega ólíklega færi að fá-
tæklingar mynduðu stjórn og réðu ferðinni sem meirihluti eins og Arist-
óteles vílaði ekki fyrir sér að leyfa í riti sínu Stjómspekinni, hefðu þeir
samt ekki meðulin til að breyta skipulagi þess auðvaldsheims sem umlyk-
ur þá, fylgist með þeim og kæfir þá oftar en ekki. Við komumst ekki hjá
því að sjá að hið svokallaða vestræna lýðræði er statt á braut lmignunar
og með öllu ófært um að stöðva sig og snúa þróuninni við. Allt bendir til
þess að á endanum afneiti það sjálfu sér. Engin þörf að axla þá þungu
ábyrgð að útrýma lýðræðinu, það rnurkar daglega sjálft úr sér lífið. Hvað
skal þá taka til bragðs? Endurbæta það? Við vitum allt of vel að með því
að endurbæta eitthvað, eins og höfundur Hlébarðans skrifaði, erurn við
aðeins að breyta nægilega miklu til að allt haldist í sarna horfinu. Endur-
20