Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 23
NAFNIÐ OG INNTAK ÞESS
lífga það? Hvaða lýðræðissýn fortíðarinnar fýndist okkur þess virði að
hverfa til og nota til að endurreisa úr nýju eíni það sem á okkar dögum
er að glatast? Til Grikklands hins foma? Til hafharborga og ríkja versl-
unarmanna á miðöldum? Til ensku frjálslyndisstefhunnar á 17. öld? Til
lýðræðis frönsku upplýsingarmannanna á 18. öld? Svörin yrðu áreiðan-
lega jafntilgangslaus og spumingamar ... Hvað skal þá taka til bragðs?
Við skulum hætta að hugsa um lýðræðið eins og hlut sem við höfum
höndlað, skilgreint í eitt skipti fyrir öll og snertum aldrei framar. I heimi
þar sem menn hafa vanist því að rökræða um alla skapaða hluti er aðeins
einn hlutur sem er ekki ræddur, og það er lýðræðið. Salazar, einræðis-
herrann, sem stjórnaði okkar vesæla Portúgal í meira en fjömtíu ár, tón-
aði boðskap sinn eins og munkur : „Við rökræðum ekki um Guð, við rök-
ræðum ekki um Föðurlandið, við rökræðum ekki um Fjölskylduna.“ Nú
á dögum rökræðum við um Guð, við rökræðum um Föðurlandið, og eina
ástæðan fyrir því að við rökræðum ekki um Fjölskylduna er sú að hún er
að rökræða um sjálfa sig við sjálfa sig. En við rökræðum ekki um lýðræð-
ið, það gemm við ekki. Og ég segi: Við skulum rökræða um lýðræðið, við
skulum rökræða um það án afláts, við skulum rökræða um það alls stað-
ar, af því að efvið gerum það ekki meðan enn er tími tdl, efvið uppgötv-
um ekki leið til að finna það upp að nýju, já, finna það upp að nýju, glöt-
um við ekki aðeins lýðræðinu, heldur einnig voninni um að sjá
mannréttindi einhvern tíma virt eins og þeim ber á þessum vansæla
hnetti. Og slíkt yrðu reginmistök okkar tíma, svik, sem settu mark sitt
óafmáanlega á andlit þess mannkyns sem við emm nú. Við skulum
horfast í augu við þetta. An lýðræðis era engin mannréttindi, án mann-
réttinda er ekkert lýðræði.
Sigrún Eiríksdóttir þýddi
21