Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 26
GUNNAR KARLSSON
reglur. Fræðimenn segja að það hafi síðast gerst árið 1700, þegar lögrétta
ála'að hvemig ætti að flytja alíslenskar dagsetningar eins og vertíðarlok
og vinnuhjúaskildaga vegna þess að konungur hafði tekið upp svokallað-
an nýja stíl í tímatali og fellt niður ellefu daga úr almanakinu það árið.2
Nák\Tæmlega öld síðar var Alþingi svo lagt niður og stofnaður í stað þess
Landsyfirréttur í Reykjatúk með löglærðum dómurum. Með þ\d lögðust
niður allra síðustu leifar hins gamla fulltrúastjómkerfis.
Islendingar byrjuðu þ\a nokkum veginn á núllpunkti þegar þeir stofri-
uðu Alþingi á ný á fimmta áratug 19. aldar og kusu til þess í fyrsta sinn
árið 1844. En svo stoltir sem þeir hafa löngum verið af þingi sínu hefur
aldrei verið gefið út skipulegt yfirlit yfir hvemig þeir stigu þetta fyrsta
skref sitt á braut þess fulltrúalýðræðis sem telst vera homsteinn stjórn-
kerfis okkar núna. Ekkert heildaryiirlit er til mn kosningar til þingsins
meðan það var einungis ráðgjafarþing og kom saman amiað hvert surnar
á árabilinu 1845-73. Fyrsta prentaða staðtöluyfirlitið sem birtist mn Al-
þingiskosningar var um kosningarnar 1880-81 og kom út í Stjómartíð-
indum árið 1882.3 í Landshagsskýrslum árið 1912 birtistsíðan heildatyf-
irlit yfir kosningar til fýrstu löggjafarþinganna, 1874-1911.4 * A þeim
grunni er enn reist í nýjasta og heildstæðasta tölfræðiyfirliti okkar, Hag-
skinnu, þar sem engar tölur era birtar um kosningar fyrr en frá og með
1874. Þar segir að fram til þess tíma séu „engar landsskýrslur tdl, prent-
uð gögn rýr og kjörbækur og önnur frumgögn gloppóttV
Að vísu hefur dálítið verið skrifað um fýrstu Alþingiskosningarnar ár-
ið 1844. Mest fjallar það um einstök kjördæmi, og verður \æsað til þess
hér á efdr þegar ástæða þykir tdl. Gils Guðmundsson skrifaði þó einu
sinni grein um kosningarnar 1844 í heild, en hann virðist eingöngu styðj-
ast við prentuð rit og birtdr engar atk\’æðatölur nema úr ísafjarðarsýslu,
þar sem hann hafði prentaða grein að styðjast \dð.6 Um fjölda þeirra sem
fengu kosningarétt samkvæmt Alþingistilskipun 1843 hafa fræðimenn
ályktað af tölum úr einstökum kjördæmum eða tekið hver eftdr öðram að
þeir hafi verið 2-3%, tæp 5% eða 3-5% af íbúum landsins.'
2 Alþingisbækur íslands IX (1957-64) bls. 130-33. - Einar Amórsson (1945) bls. 346.
3 Indriði Einarsson (1882-83) bls. 59-65. - Stjðmartíðindi 1882 C, bls. 59-65.
4 Klemens Jónsson (1913) bls. 87-113.
3 Hagskinna (1997) bls. 875.
6 Gils Guðmundsson (1944) bls. 481-87, 493, 502-08, 511. - Sbr. Kristján Jónsson
frá Garðsstöðum (1940-43) bls. 277-78.
Sigurður Líndal (1966) bls. 36. - Einar Laxness (1974) bls. 184. - Gísli Ágúst Gunn-
24