Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 27
ALÞINGISKOSNINGAR 1844
Samkvæmt tilskipun konungs um fyrirkomulag Alþingis, 8. mars 1843,
áttu sýslumenn að stýra kosningunum og senda skýrslur um þær, ásamt
kosningabókunum, til amtmanns, sem aftur sendi skýrslu til Kansellísins
í Kaupmannahöfn. Einnig áttu kjömir fulltrúar að sjálfsögðu að koma til
Alþingis með staðfestingu á kosningu sinni.8 Gögn um úrslit Alþingis-
kosninga ættu því að liggja fyrir víða í skjalasöfnum. En þegar Klemens
Jónsson tók sér fyrir hendur að gera skýrslur um Alþingiskosningar fann
hann bagalega lítdð af þessum gögnum, bæði í Þjóðskjalasaíni og safni Al-
þingis. Það kann að vera skýring þess að hann réðst ekki í að gera stað-
töluyfirlit yfir kosningar fyrir 1874, og efdr það varð harm sums staðar
að áætla fjölda manna á kjörskrá, allt til 1903.9 En þegar Þjóðskjalasafn
gaf út Skrá um skjalasöfn sýslumanna ogsveitarstjórna, árið 1973, kom í ljós
að þangað var þá komið inn heilmikið af kjörgögnum frá ámm ráðgjaf-
arþinganna. Þessi grein er reist á þeim að mestu leyti. Gögnin em
nokkuð flókin og sundurleit og ekki alls kostar einfalt að vinna úr þeim
staðtölur sem era fyllilega samræmdar og sambærilegar við kosninga-
staðtölur síðari tíma. Því verður ekki komist lengra að sinni en til kosn-
inganna 1844. Hér verður að verja nokkm rúmi í að skýra reglur og siði
sem giltu í kosningunum og gögnin sem liggja fyrir um þær. Greinin er
þannig að hluta til frumrannsókn á heimildum um kosningar á ámm ráð-
gjafarþinganna og getur vonandi ratt brautina fyrir aðra sem vilja kanna
úrslit síðari kosninga.
Aður en kemur að heimildum um Alþingiskosningarnar 1844 er nauð-
synlegt að athuga tvennt annað stuttlega: á hvern hátt vottaði fyrir
lýðræðislegum aðferðum við foringjaval á Islandi þegar Aþingi var
stofnað og hvaða formlegar reglur giltu um kosningarétt og kjörgengi á
Islandi þegar kjörgögnin urðu til.
Vottar af lýðrœði
Gamall siður var á íslandi að kjósa hreppstjóra, og em fyrirmæli um það
strax í þjóðveldislögunum.10 Akvæði Jónsbókar um þetta finnast mér
laugsson (1988) bls. 91. - Einar Laxness (1995) bls. 58. - Gunnar Karlsson (2000)
bls. 207, 261.
8 Lwsamlingfor Island XII (1864) bls. 509, 512.
9 Klemens Jónsson (1913) bls. 87-103.
10 Grágás (1992), bls. 187 (Um fjárleigur, 49. kap.).
25