Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Qupperneq 29
ALÞINGISKOSNINGAR 1844
verið leif af fomu hreppstjórakjöri, orðinn til fyrir áhrif ffá nýlegri
lýðræðisþróun austur í Evrópu eða fundinn upp af embættismönnum
sem hentug leið til að finna vænleg hreppstjóraefni í hópi bænda.
Jónas kemur fika að hreppstjórakosningum eins og hann viti til að þær
séu viðhafðar. Hugvekja hans í Fjöhfi er þó allrar athygh verð, ekki síst
vegna þess að þar gefur hann algerum byrjendum skýra lexíu um kosti
lýðræðis:18
Það er nú auðvitað, að því vinsælh sem hreppstjórinn er, og því
meíra traust sem bændur hafa á dugnaði hanns og réttsýni, þess
hægra á hann með að koma öllu góðu til leíðar í sveítinni, og
þess meíri not verða almenníngi að stjóm hanns og umsýslu.
Menn ættu því að gera allt sem í þeírra valdi stendur, til þess
hvur sveít fái þvíhka hreppstjóra, og er þá mest komið undir
því, hvumig kosníngunni er háttað. Sýslumenn ættu að koma
því til leíðar, að hreppstjórar yrðu teknir á vorþíngi eptir at-
kvæðafjölda, og alfir bændur ættu þar að kjósa. Þetta er so fyr-
irhafnarlaust, og allt virðist að mæla so fram með því, að þar er
vonandi yfirvöldin verði því ekki mótdræg. Þegar sona er að-
farið, fá þeír embætdð, sem flestir mundu kjósa, og þeír sem
kosnir em fá um leíð ljósasta vitni um traust það og virðíngu,
sem félagsbræður þeírra hafa á þeím, og getur þá ekki hjá því
farið, að þetta fremur öllu öðra upphvetji þá til dugnaðar og
atorku í embætti sínu, og hreppstjórinn þjóni því með gleði, og
endurgjaldi so í verki hylli sínna félagsbræðra.
Nokkur frjáls félög vom stofnuð á íslandi áður en kosið var til Alþingis í
fyrsta sinn, og þar hafa tíðkast stjómarkosningar. En félög þessi vom að
mestu leyti vettvangur embættismanna í stjórnsýslu, presta og annarra
menntamanna. Bændastéttin, sem átti eftir að verða meginhluti kjósenda
til Alþingis, kom þar lítið við sögu. Ég veit ekki til að óbreyttur bóndi
hafi verið formaður nokkurs félags fyrir stofnun Alþingis.19 Eitthvað af
bændum hafði gengið í félög áður en þeim var boðið að kjósa til Alþing-
is. Stofhendur Suðuramtsins húss- og bústjórnarfélags árið 1837 vom að
vísu flestir embættis- og menntamenn, átta á móti einum verslunarmaruu
18 Jónas Hallgrímsson (1835) bls. 29.
19 Gunnar Karlsson (1977) bls. 9-10. - Sbr. Hrefna Róbertsdóttir (1990) bls. 18-20.
27