Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Side 31
ALÞINGISKOSNINGAR 1844
náð 25 ára aldri“, þá getur fornafnið „hann“ eins vísað til kvenmanns
eins og karlmanns. Sá réttur hefði að vísu aðeins náð til ekkna og frá-
skilinna kvenna, því að þær einar töldust lögráða á þessum tíma. En í
danska textanum, sem einn hafði formlegt lagagildi, mun danska for-
nafnið „han“ á samsvarandi stöðum varla geta vísað tdl konu.23 Einar
Amórsson taldi að það mætti lesa út úr Alþingistilskipuninni að karl-
menn einir hefðu kosningarétt vegna þess að þar væri sagt að Alþingis-
menn skyldu vera karlmenn og skilyrði kjörgengis- og kosningaréttar
verið þau sömu, „nema þar sem afbrigði eru berlega gerð“.24 Þessi laga-
túlkun hlýtur að vera umdeilanleg og eins og í hinu tilfellinu byggist
hún á danska textanum. Þar segir að á Alþingi skuli sitja „dertil valgte
Mænd“, en í íslensku þýðingunni stendur að þingið eigi, meðal annars,
„að samsetjast af 20 mönnum“.25
Ekki er tekið fram í Alþingistilskipun að maður eigi kosningarétt í
kjördæmi þar sem eignir hans eru fremur en bústaður, en Kiansellíið úr-
skurðaði 31. ágúst 1844, vegna fyrirspurnar frá amtmanni Suðuramtsins,
að þannig bæri að fara að.26 I tilskipuninni er aftur á móti tekið fram að
ætti maður nægilegar eignir tál að veita kosningarétt í tveimur eða fleiri
kjördæmum mætti hann velja í hverju þeirra hann greiddi atkvæði.' Það
voru því að vissu leyti eignirnar fremur en mennirnir sem áttu kosninga-
réttinn, og eigendur greiddu atkvæði í umboði þeirra. Þó gaf engin eign
eins manns meira en eitt atkvæði, hversu mikil sem hún var. Konungur
lýsti því líka yfir í Alþingistálskipuninni að „Með tálliti tál þeirra Oss sjálf-
um á íslandi tálheyrandi fasteigna viljum Vér ekki eiga neinn þátt í kosn-
íngunum.“ Konungur kaus að vísu sex embættásmenn sína á þingið, en
hann gerði það sem konungur, ekki sem landeigandi.28
Kjördæmi voru 20 talsins, 19 sýslur og Reykjavíkurkaupstaður. I
hverju kjördæmi var kosinn einn fulltrúi og varamaður hans. Kjörfund
skyldi að jafnaði halda á einum stað í kjördæminu; aðeins í Skafta-
fellssýslu var leyfilegt að kjósa á tveimur stöðum vegna þess hve sam-
göngur voru erfiðar þar. Kjörtímabil var sex ár eða tál þriggja þinga.-9
23 Lovsamlingfor Island XH (1864) bls. 471-72.
24 Einar Amórsson (1945) bls. 396.
25 Lovsamling for Island XII (1864) bls. 470, 498.
26 Lovsamling for Island XIII (1866) bls. 13 5-36.
27 Lorvsamlingfirr Island XII (1864) bls. 499, 501.
28 Lovsamling for Island XK (1864) bls. 502.
29 Lovsamlingfor Island XII (1864) bls. 498-99, 502.
29