Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 32
GUNNAR KARLSSON
Kjörgengi manna var takmarkað við að eignin sem veitti þeim kosn-
ingarétt væri í sama amti og kjördæmið. Auk þess urðu menn ekki kjör-
gengir fyrr en þrítugir og eftir að þeir höfðu átt eignina eða ráðið henni
í tvö ár. Önnur kjörgengisskilyrði, „að hann einúngis sé Oss og Vorum
eptirfylgjurum í konúngstigninni með persónulegri undirsátaskyldu háð-
ur“, að hann sé kristinnar trúar og hafi búið í löndum Danakonungs í
Evrópu undanfarin fimm ár, hafa ekki skipt miklu máh á Islandi. Sýslu-
mennina, og í Reykjavík bæjarfógeta, sem stýrðu kosningum, mátti ekki
kjósa í umdæmum sínum. Embættismenn konungs máttu ekki taka kosn-
ingu nema með leyfi sem stiftamtmaður gat gefið í umboði konungs.30
Kjörgögnin í Þjóðskjalasafni frá árum ráðgjafarþinganna eru í meginat-
riðum af fernu tagi. Um gerð þeirra hefur víðast verið fylgt ákvæðum Al-
þingistilskipunar og sérstökum fyrirmælum konungs frá 24. mars 1844,
„Kongelig Instrux for Valgdirecteurerne i Island, ang. Forholdsregler
ved Valgene til Althinget.“31
1. Kjörskrár eru til úr mörgum kjördæmum. Samkvæmt Alþingistil-
skipun átti að prenta kjörskrár „þar sem kríngumstæður leyfa“ og „fást
sérhverjum réttum kjósanda í hendur.“32 Talsvert hefur verið gert að jtví
á árum ráðgjafarþinganna að prenta kjörskrár, hvort sem því hefur verið
fylgt að senda þær hverjum kjósanda, og nokkuð af þeim er varðveitt í
sýsluskjalasaíni Þjóðskjalasafhs.33 En örugglega vantar mikið á að allar
kjörskrár hafi verið prentaðar. I Borgarfirði, sem var þó nær Viðeyjar-
prentsmiðju en mörg héruð, var prentun alls ekki til umræðu þegar skráð
var í gerðabók kjörstjórnar 6. september 1843:34 „Hefir nú kjörstjórinn
og meðhjálparar hans samið sýslukjörskrá, í svo mörgu lagi að ein er ætl-
uð hvörri Idrkjusókn sýslunnar og sex hinum öðrum kjördæmum í Suð-
uramtinu.“ Meirihluti þeirra kjörskráa sem hér er stuðst við er óprentað-
30 LovsamlingforIsltmdXII (1864) bls. 500-02, 509.
31 Lovsamlingfor IslandXII (1864) bls. 503-07, 532-35.
32 Lovsamling for Island XII (1864) bls. 505.
33 Stærsta safnið sem ég hef fundið, úr sex kjördæmum og allt að fimm kosningum úr
hverju þeirra, er í Þjskjs. Sýsluskjalasafn. Gullbringu- og Kjósarsýsla XXIX. 12.
34 Þjskjs. Sýsluskjalasafn. Borgarfjarðarsýsla XXVI.2. Stafsetning á tilvitnunum til
óprentaðra heimilda er færð tál nútímahorfs en Ieitast við að halda orðmyndum
óbreyttum.
3°