Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 33
ALÞINGISKOSNINGAR 1844
ur og ekki ástæða til að halda að prentuðu skrámar séu áreiðanlegri en
aðrar gerðir skránna, sem era til úr mörgum kjördæmum.
Þar sem menn voru kjörgengir í öllum kjördæmum amtsins bar kjör-
stjórum í hverju kjördæmi að senda embættisbræðrum sínum í hinum
sýslum amtsins eintak af kjörskrá sinni, svo að kjósendur vissu um hverja
þeir ættu að velja. Ur því að kjörgengi og kosningaréttur féllu ekki alveg
saman nægði að senda skrá yfir kjörgenga, og gerðu sumir sýslumerm
það árið 1844; það hefur sýslumaður Strandasýslu til dæmis gert.33 Aðr-
ir sendu heilar kjörskrár og merktu við í sérstökum dálki hvort kjósand-
inn væri líka kjörgengur.36 Þetta getur leitt til þess að til séu tvær skrár
sem virðast í fljótu bragði séð báðar kjörskrár en ber örlítið á milli.
En jafnvel þótt kosningarétthafar séu eingöngu hafðir í huga krafðist
það mikillar ■vdnnu og ákvarðana af mörgu tagi að semja kjörskrár, svo að
ólíkar og ósamhljóða gerðir geta auðveldlega orðið á leið manns í heim-
ildum. Þannig eru til undirbúningsgögn undir kjörskrá Sunnmýlinga ár-
ið 1844, samin af prestum og hreppstjórum í einstökum sóknum og
hreppum, og gefa þau nokkra innsýn í hve flókið mál var að semja áreið-
anlegar kjörskrár. Þama eru taldir handhafar 50 nægilega stórra jarð-
eigna. Þar af eru 47 karlar en fýrirvarar settdr við nokkra þeirra. I Þing-
múlasókn í Skriðdal eru þannig taldir tveir karlar. Annar er sagður
„sumpart eigandi, sumpart leiguhði“ að 10 hundraða jörð. Um hinn seg-
ir að „fyrri böm Guðmundar eiga hálfa jörðina, en hálfa gaf hann konu
sinni í morgungjöf.“ Um báða er tekið fram að þeir eigi ekki jarðir í öðr-
um sveitum, og þó bætt við um annan: „svo eg viti“. Þá eru tdlfærðar í
þessum gögnum þrjár ekkjur, ásamt öðrum erfingjum manna sem eru
nýlega fallnir frá.3, Ekki verður þó ályktað af þessu að höfundar skránna
hafi tahð að konum bæri kosningaréttur. Erfmgjarmr hafa hugsanlega
mátt teljast sameigendur og bærir um að veita einum uppkomnum sym
kosningarétt, því tveir eða fleiri menn sem áttu saman eign sem veitti
kosningarétt máttu koma sér saman um að einn þeirra greiddi atkvæði.38
Einnig mátti búast við að arfinum yrði skipt fyrir kosningar þannig að
einn karlmaður eða jafhvel fleiri hlytu kosningarétt.
Það hefur svo komið í hlut sýslumanns og tveggja félaga hans í kjör-
53 Þjskjs. Sýsluskjalasafn. Borgarfjarðarsýsla XXVI.S.
36 Þjskjs. Sýsluskjalasafn. Skaftafellssýsla XXV. 1 (kjörskrá Rangárvallasýslu).
3' Þjskjs. Sýsluskjalasafn. S-Múlasýsla XXLL1.6.
38 Lovsamling XH (1864) bls. 499.
31