Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 35
ALÞINGISKOSNINGAR 1844
hefðu líka átt eignir í heimakjördæmi sínu til að vera á kjörskrá þar væri
einfalt að sleppa þeim í öðrum kjördæmum og miða tölu kosningarétt-
hafa eingöngu við bústað. En það gæfi örugglega ekki hárrétta niður-
stöðu því að einhverjir hafa aðeins átt eignir utan heimasýslu sinnar, og
þeir mundu falla út ranglega ef aðeins væri miðað við heimili. I töfiu I
hér á eftír er vandamálið lágmarkað eins og kostur er með því að nota
önnur gögn um fjölda kosningarétthafa, eftír því sem þau eru til. Kemur
nú að þeim.
2. Kjósendabækur má kalla bækur þar sem nöfh kjósenda eru skráð fyrst
í sérstakan dálk, ævinlega til vinstri, og venjulega raðað eftir hreppum. I
hægri dálk er svo skráð hverja hver og einn hafi kosið. Venjulega eru all-
ir væntanlegir kjósendur skráðir í þessa bók og tekið fram í athugasemda-
dálki ef viðkomandi hefur ekki sótt kjörfund. Lítið er um að þama séu
skráðir kjósendur utan héraðs, en það kemur fyrir. Langflestir em þeir í
kjósendabók Borgarfjarðarsýslu, 17 á móti 53 irmanhéraðsbúum eða
tæpur fjórðungur. Enginn utanhéraðsmaður hefur kosið.43 Yfirleitt virð-
ist afar lítið um að utanhéraðsmenn hafi komið á kjörfund. Eg hef að vísu
ekki þaulkannað gögnin með þetta í huga, en hef ekld teldð eftir nema
einu dæmi, og það var Reykvíkingur sem kaus í Gullbringu- og Kjós-
arsýslu, en kjörfundurinn var raunar haldinn í Reykjavík, svo að kjósand-
inn kaus í þeim skilningi innan heimakjördæmis.44
Fjarvem utanhéraðsmanna af hstum kjósendabókanna, miðað við
kjörskrár, má skýra með tvennum hætti. Hugsanlegt er að þeir hafi til-
kynnt sýslumanni eftir að kjörskrámar vom gerðar að þeir ætluðu ekki
að nota kosningarétt sinn í sýslunni. Akvæði um það í Alþingistilskipun
var ekki aldauður bókstafur; að minnsta kosti tilkynnti séra Stefán Arna-
son á Valþjófsstað í Norður-Múlasýslu sýslumanni að hann ætlaði að
nota kosningarétt sinn í Suður-Múlasýslu árið 1852.45 Hins vegar er líka
hugsanlegt að kjörstjórnir hafi sparað sér að skrá nöfn utanhéraðskjós-
enda í bækumar vegna þess hve ólíklegt var að þeir skiluðu sér á kjörstað
og ætlað sér að bæta þeim aftan við ef þeir kæmu. Þótt kjósendalistar
þessara bóka væm líklega oftast skrifaðir fyrir kjörfund hefur hitt líka
þekkst að nafn hvers kjósanda væri skrifað um leið og hann var kallaður
43 Þjskjs. Sýsluskjalasafn. Borgarfjarðarsýsla XXVI.l.
44 Þjskjs. Sýsluskjalasa&i. Gullbringu- og Kjósarsýsla XXIX.4.
45 Þjskjs. Sýsluskjalasafn. N-Múlasýsla XXIV. Þorsteinn Jónsson sýslumaður hafði þá
Múlasýslur báðar, þannig að ekki verður skorið úr um hvort Stefán taldi sig ffemur
vera að skrifa sýslumanni heimasýslunnar eða þeirrar sem hann ætfaði að kjósa í.
33