Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Side 38
GUNNAR KARLSSON
hann á hvoragum staðnum frá vegna þess að eins líklegt er að einhvers
staðar vanti utankjördæmiskjósanda á skrá kjósendabókar í staðinn.
Oþarflega flókið yrði að greina nákvæmlega frá því hvaða tala í töflu I
er sótt í hvaða bók. Þess í stað er látið nægja að birta á einum stað í töflu
II yfirlit yfir heimildir að kosningatölunum í hverju kjördæmi fyrir sig í
töflu I, IV og V Ekki er hirt um að vísa til hvers eintaks af kjörskrám sem
er að finna í söfhum margra sýslna.
Tafla I. Alþingiskosningar 1844. Komingarétthafar sem. hlutfall af íbúum
Kjördæmi Ibúar Kosninga- % af
1845 rétthafar íbúum
Norður-Múlasýsla 2.999 34 1,13
Suður-Múlasýsla 2.880 31 1,08
Skaftafellssýsla 3.262 41 1,26
Rangárvallasýsla 4.776 72 1,51
Yestmannaeyjar 396 0 0,00
Arnessýsla 5.159 107 2,07
Gullbrmgu- og Kjósarsýsla 4.644 106 2,28
Reykjavík 961 24 2,50
Borgaríjarðarsýsla 2.166 70 3,23
Mýra- og Hnappadalssýsla 2.360 68 2,88
Snæfellsnessýsla 2.818 39 1,38
Dalasýsla 1.872 62 3,31
Barðastrandarsýsla 2.494 42 1,68
Isafjarðarsýsla 4.110 78 1,90
Strandasýsla 1.302 31 2,38
Húnavatnssýsla 4.000 144 3,60
Skagaíjarðarsýsla 3.997 150 3,75
Eyjafjarðarsýsla 4.028 105 2,61
Suður-Þingeyjarsýsla 3.129 94 3,00
Norður-Þingeyjarsýsla 1.205 13 1,08
Alls Heimildir: Sjá töflu II. 58.558 1.311 2,24
Niðurstaðan úr töflu I er sú að kosningarétthafar hafi verið nálægt 2,2%
af íbúum landsins, eða álíka hátt hlutfall og menn höfðu giskað á allra
lægst áður. Hæst hlutfall kemur út í Húnavatnssýslu og Skagafirði, en
lægst um norðaustan- og austanvert landið, ffá Norður-Þingeyjarsýslu til
Suður-Múlasýslu, fyrir utan Vestmannaeyjar, þar sem sagt er að enginn
hafi reynst hafa kosningarétt (sjá töflu II).
36