Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 41
ALÞINGISKOSNINGAR 1844
Ekki er ráðlegt að reikna hlutfallstölur út úr niðurstöðum töflu III í
heild, því að Reykjavík vegur þar allt of mildð, 8%, þar sem rétt hlutfall
hennar er aðeins 1,8%. Því er lagt saman úr sveitakjördæmunum einum.
Þar reynast 86,23% vera bændur. A landsvísu er hlutfall Reykjavíkur svo
lágt að bændalaus með öllu flytur hún hlutfall þeirra aðeins niður í
84,68% á landinu í heild. Embættismenn í sveitakjördæmunum eru rúm
10%, og þótt hlutfall þeirra sé rúmlega helmingi hærra í Reykjavík veg-
ur það ekki svo mikið að sú tala hækki, þegar reiknað er í heilum tölum.
Hinir stöðuflokkarnir eru of fámennir hér til þess að nokkurt vit sé í að
reikna út hlutfall þeirra hvers fyrir sig. Iðnaðarmannaflokkurinn er vafa-
samur líka, einkum í sveitakjördæmum, því að hætt er við að bændur
kunni að vera titlaðir sem iðnaðarmenn vegna þess að það hafi þótt fínna
en að teljast sléttir bændur. Flokkar húsmanna og vinnumanna sýnir ein-
ungis að það kom fyrir að menn sem ekki náðu stöðu bænda væru á kjör-
skrá vegna jarðeigna. Hlutfall bænda er auðvitað ekki nákvæmt heldur.
Borgfirðingar, með tiltölulega marga kjósendur utan héraðs og þar á
meðal nokkra embættismenn í Reykjavík og nágrenni, kunna að hækka
um of hlutfall embættismanna gagnvart bændum. Ekki getur þó verið
fjarri lagi, sagt í minnisstæðum tölum, að hlutfall bænda meðal kosninga-
rétthafa hafi verið 85%, embættismanna, í víðustu merkingu þess orðs,
10%, en aðrir starfshópar hafi fyllt um 5%.
Sé þetta rétt hafa bændur á kjörskrám verið um 1.100. Um þetta leyti
munu bændur á öllu landinu hafa tahst vera um 7.200, þar af um 6.000
leiguliðar og 1.200 sjálfseignarbændur.60 A nokkuð mörgum kjörskrám
er tekið fram hvort menn hafi kosningarétt sinn af eign eða lífstíðar-
ábúð. Eg taldi út úr sex kjörskrám með 482 kjósendum sem höfðu heim-
ild sína af jarðeign. Þar af voru 82% jarðeigendur en 18% leiguliðar.61
Ef sama hlutfall hefur verið um allt land hafa kosningarétthafar í bænda-
stétt verið um 900 sjálfseignarbændur, eða þrír þórðu hlutar af sjálfs-
eignarbændum landsins, og um 200 leiguliðar eða þrítugasti hluti
þeirra. Sá þórðungur sjálfseignarbænda sem var ekki á kjörskrá hefur þá
verið menn sem áttu minna en 10 jarðarhundruð, konur sem stóðu fyrir
60 Hagskinna (1997) bls. 264 (tafla 4.5).
61 Sýslumar era Rangárvallasýsla, Strandasýsla, Skagafjarðarsýsla, Eyjafjarðarsýsla,
Suður- og Norður-Þingeyjarsýsla. Til heimilda er vísað í töflu II. Tala kosningarétt-
hafa er hér hærri en í töflu I því talið er út úr kjörskrám sem stundum telja of marga
eins og rakið er hér að framan.
39