Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 42
GUNNAR KARLSSON
búi, hugsanlega einhverjir yngri en 25 ára og kannski einhverjir með
flekkað mannorð eða gjaldþrota.
I grófustu dráttum má því segja að það hafi verið sjálfseignarbændur
landsins sem fengu rétt til að ganga að kjörborði samkvæmt Alþingistil-
skipuninni árið 1843. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra fékk kosningarétt,
og þeir m\mduðu um tvo þriðju hluta alls hópsins sem hafði þann rétt.
Kjörfundir
„Almennt eiga kosníngarnar að fram fara á sameiginlegri samkomu allra
þeirra, er kosníngarrétt hafa í umdæminu, annaðhvort á þeim þíngstað,
sem næstur er við miðbik umdæmisins, eður á öðrrnn henmgum stað ...“,
segir í Alþingistilskipun.62 Kjörfundi átti að boða í þinghúsinu í Reykja-
vík og annars staðar tdð guðsþjónusmr í kirkjum.63
„Sérhver sá, er atkA-æði greiðir, nefni tvo menn, er kjósast mega ...“
segir í Alþingistilskipun.64 Kjósendur voru kallaðir fram til að nefna þá
sem þeir kusu í áheyrn allra sem áttu eftdr að kjósa. Kjörgögnin bera víða
með sér að þannig fór kosningin fram í raun. Þaimig segir í gerðabók
kjörfundar Borgfirðinga:65
Eftir að kjörstjórinn hafði upplesið honurn meðdeilt konung-
legt instrux og leitt söfnuðinum fyri sjónir mikilvægi kosning-
arinnar og ákvarðað þá röð er kjósendur fylgdu í framsögu at-
kvæðanna, að þeir nefnilega kallast til atkvæða í þeirri röð sem
sýslunnar kjörskrá sýnir að fylgt er, ineð þeirri breytingu að
innan sýslu kjósendur kallast fyrst til atkvæða og þar á eftir þeir
utan sýslu, innan amts, sem kosningarétt hafa.
Þeir sem mætm of seint fengu að tdsu að kjósa, en sérstaklega er tekið
fram í kjörgögnum, að minnsta kosti stundum, að memi hafi ekki verið
viðstaddir þegar röðin kom að þeirn en greitt atkvæði sitt áður en fund-
inum lauk.66
62 Lovsamling foi-Island XII (1864) bls. 502-03.
63 Lovsamlingfor Island XJI (1864) bls. 504, 506.
64 Lovsamlingfor Island XII (1864) bls. 507.
65 Þjskjs. Sýsluskjalasafn. Borgarfjarðarsýsla XXVI.2.
66 Þjskjs. Sýsluskjalasafn. Gullbringu- og Kjósarsýsla XXK.4; ísafjarðarsýsla XXIV. 1.
4°