Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Side 43
ALÞINGISKOSNINGAR 1844
Sjaldan kemur fram í kjörgögnum hve lengi kjörfundur stóð. Hug-
myndin var sýnilega sú að hann væri fimdur; þangað kæmu þeir sem ætl-
uðu sér að kjósa og væru kornnir þangað áður en fundur hæfist. Annars
hefði til dæmis verið til lítils að byrja á að leiða kjósendum fyrir sjónir
mikilvægi kosninganna. I Rangárvallasýslu var boðað að fundurinn byrj-
aði stundu efdr dagmál, sem ætti að vera kl. 10 fýrir hádegi, „og ffamfari
þann dag og næsta ef þörf krefur .,.“67 Sjálfsagt stafar það af ókunnug-
leika á starfi af þessu tagi þegar gert er ráð fýrir að dagurinn endist ekki
til að ljúka kosningunni. Ríflegt er að ætla hverjum kjósanda fimm mín-
útur til að greiða atkvæði og fá það skilvíslega skráð í kjósendabók og
kjörinnabók. Ef allir kæmu á fund í Rangárvallasýslu, 72 talsins (tafla I),
tæki kosningin sjálf sex klukkutíma með þessu lagi. Ef gert er ráð fýrir að
hálftíma taki að setja fund og leiða kjósendum fýrir sjónir mikilvægi
kosninganna, sem virðist ríflegt, og annan hálftíma þyrfti til að telja og
skrá niðurstöðuna í fundarlok, þá væri kjörfundi lokið efiár sjö klukku-
tíma, kl. fimm e.h.
Kjörgögn úr Isafjarðarsýslu bera annars með sér að þar hafi menn ekk-
ert verið að spara tímann sem fór í kjörfund. Fundargerð kjörfundar á
Isafirði 13. apnl 1844 lýkur á orðunum:68 „Dagur var að kvöldi kominn.
Kjörþinginu var því uppsagt í þetta sinn en öllum viðkomendum tilsagt
að mæta hér á þingstaðnum eftir alþýðu beiðni kl. 4 eftir miðdag á morg-
un.“ Daginn eftir var fundur svo settur, raunar ekki fýrr en kl. 5. Þá var
kjósendum fyrst boðið að breyta kosningu sinni frá deginum á undan,
sem enginn þó gerði. Þá spurði kjörstjórinn hvað menn vildu gera ef Al-
þingisfulltrúinn sem hafði verið kosinn daginn áður, Jón Sigurðsson mál-
ffæðingur í Kaupmannahöfh, yrði ekki kominn á vettvang þegar Alþingi
yrði sett. Þá var ákveðið einróma að yrði hann ekki búinn að tdlkynna
komu sína 12.-15. júní, rúmlega hálfum mánuði fýnr upphaf þings, þá
skyldi senda varaþingmann til þings. Þá voru atkvæðin loks talin saman
formlega og Jón lýstur réttkjörinn Alþingismaður, „þó með þeirri at-
hugasemd sem nýlega á undan er bókuð.“69
ísfirðingar stofhuðu sér hér í sérstakan vanda með því að kjósa á Al-
þingi mann sem var búsettur erlendis, því þetta gerðist sex áratugum áð-
ur en komst á símasamband á milh íslands og Danmerkur. I öðrum kjör-
6' Þjskjs. Sýsluskjalasa£n. Rangár\'allasýsla XVill.l.
68 Þjskjs. Sýsluskjalasafii. ísafjarðarsýsla XXIV. 1.
69 Þjskjs. Sýsluskjalasafn. ísafjarðarsýsla XXIV. 1 (fundargerðir 13. og 14. apríl 1844).
41