Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 44
GUNNAR KARLSSON
dæmum er ekki að sjá annað en að kjörfundi hafi lokið á einum degi, en
heimildir eru helst til fáorðar um hve lengi þeir stóðu.
I Alþingistilskipun var tekið fram að kjósendur yrðu að greiða atkvæði
sitt sjálfir:70 „Sá, er kosníngarrétt hefir, á ætíð sjálfur að kjósa.“ I kjör-
fundarboði Reykvíkinga var þetta tekið fram, að því er segir í fundargerð
kjörfundar,71 og er líklegt að það hafi verið gert víðar. Engu að síður
reyndu nokkrir að kjósa skriflega utan kjörstaðar í kosningunum 1844. I
kjörgögnunum í Þjóðskjalasafiii eru nokkur slík bréfleg atkvæði. : Ekki
veit ég hvort eitthvað af þeim hefur verið tekið gilt, en það var að
minnsta kosti ekki gert í ísafjarðarsýshi. Þar var slíkt atkvæði skráð í
gerðabók kjörfundar:73 „Herra agent Fr. Svendsen hefur innsent eitt skjal
með hönd og signeti dat. 11. þ.m., hvar í hann gefur sína meiningu til
vitundar að hann vilji kjósa til fulltrúa kandidat philologiæ Jón Sigurðs-
son og hönum þarnæst höfðings- og dannebrogsmanninn Kr(istján)
Guðmundsson á Vigur.“ Þetta er skráð athugasemdalaust í fundargerð-
ina, en bókaðar niðurstöðutölur kosningarinnar sýna að atkvæðið hefur
samt ekki verið talið með.
Þátttaka
I Alþingistilskipuninni var lagt fýrir kjósendur að kjósa tvo menn: „Sér-
hver sá, er atkvæði greiðir, nefni tvo menn, er kjósast mega, og bætir því
við, er annars við þarf til að einkenna þá.“ Síðar er ákvæði um að sá sem
hljóti flest atkvæði verði Alþingismaður en sá sem næstflest hljóti vara-
maður hans.74 Víðast var þessari aðferð fylgt árið 1844; af þeim kjör-
dæmum sem gögn eru varðveitt um var það aðeins í Isafjarðarsýslu sent
aðalmaður var kosinn sérstaklega og varamaður sérstaklega á eftir.75 Þeg-
ar atkvæði voru talin voru þau, að minnsta kosti í flestum kjördæmum,
metin jafngild og talin í einu lagi, atkvæði þess sem kjósandinn hafði
nefnt fyrr og þess sem hann hafði nefht síðar. Greidd atkvæði verða því
helmingi fleiri en þeir sem greiða þau. Hér er þó, í samræmi við nútíma-
70 Lovsamlingfor Island XII (1864) bls. 501.
71 Þjskjs. Sýsluskjalasafn. Reykjavík XXXIX. 1.
72 Þjskjs. Sýsluskjalasafn. N-Múlasýsla XXIII.6; Húnavatnssýsla XXIII. 1; Þingeyj-
arsýsla XIX. 1. - Gunnar Karlsson (1977) á móti bls. 65.
73 Þjskjs. Sýsluskjalasafn. Isafjarðarsýsla XXTV. 1.
74 Lovsamlingfor Island XII (1864) bls. 507-08.
75 Þjskjs. Sýsluskjalasafn. ísafjarðarsýsla XXIV1.
42