Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Síða 46
GUNNAJR KARLSSON
Kannski þarf ekki að koma á óvart þótt sjál fseignarbændur og jarðeig-
andi sýslumenn og prestar, sem höfðu kosningarétt frá 1843, hafi ffem-
ur sýnt pólitískan áhuga og samfélagsábyrgð til að sækja kjörfund en all-
ur þorri sjálfbjarga bænda, sem fékk fýrst kosningarétt til þjóðfundar
1851 og síðan til Alþingis með nýjum kosningalögum 1857.' Þó hlýtur
að vakna grunur um að þarna gæti líka þeirrar hugmyndar að bændum
sem ættu nafn sitt á kjörskrá væri skjdt að sækja kjörfund eins og mann-
talsþing í sveit sinni. Þetta kemur stundum fram í kjörgögnum árið
1844. I fundargerð kjörfundar á Isafirði segir:78 „Gísli Jónsson á Loð-
kinnhömrum hefur með bréfi af 7da þ.m. afsakað sig frá að geta mætt
hér í dag vegna heilsuleysis, á kjörþinginu, og sömuleiðis Bjarni Bjarna-
son á Hrafhabjörgum, sem segir að hann ómögulega geti þó líf sitt Hð
lægi mætt á kjörþinginu vegna ellihrumleika.11 I kjósendabók Rangár-
vallasýslu er skihdslega skráð í athugasemdadálk ástæða þess að einstak-
ir kjósendur sóttu ekki kjörfund: „liggur veikur og mætti því ei“, „kar-
lægur“, „blindur og karlægur“, „bhndur - mætti ei“, „örvasa - mætti ei“.
Eða ef enga afsökun var að finna: „mætti ei - var tvisvar upphrópað-
ur“.79 Sama viðhorf kemur fram í bréfi Sölva bónda Sveinssonar á
Löngumýri til sýslumanns Húnvetninga, sem verður birt í heild hér á
eftir af því að það skiptir meira máli í öðru samhengi. Mikil kjörsókn er
þá að minnsta kostd að hluta til einkenni einveldistímans, þegar fólk
kom ef ríkisvaldið kallaði. Hún er kannski að litlu leyti merki um áhuga
á byrjandi lýðræði.
Undirbúningur og úrslit
Engin blöð voru farin að koma út á Islandi þegar þetta gerðist, svo að
erfitt er að ráða í hvernig menn völdust eiginlega til að vera kosnir og
hvemig kosning þeirra var undirbúin. Eitthvað kann að mega ráða um
það af einkabréfum, en þau hafa ekki verið könnuð við undirbúnings-
rannsókn þessarar greinar, og munu enda vera tiltölulega fá varðveitt svo
gömul, miðað við það sem varð síðar á öldinni. Atkvæði mátti greiða
hverjum sem var kjörgengur í amtinu. Þ\ í var tekið fram í Alþingistil-
skipun að kjósandi yrði að gera fullnægjandi grein fýrir þeim sem hann
77 Einar Amórsson (1945) bls. 398-400, 463.
78 Þjskjs. Sýsluskjalasa&i. Isafjarðarsýsla XXTVl.
79 Þjskjs. Sýsluskjalasafn. Rangárvallasýsla XVII.l [a].
44