Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Síða 47
ALÞINGISKOSNINGAR 1844
kysi:80 „Sérílagi á hann, ef hann veitir atkvæði sitt nokkrum þeim manni,
sem á heima í öðru kosníngarumdæmi í því amti, að gjöra það uppskátt,
til þess að eptir því verði litið í þeirri uppskript, er því viðvíkur, hvort sá
á naíh nefndi raunar megi kjósast, og það honum veitta atkvæði þannig
gilt metast.“ Framboð eða samþykki var því ekki skilyrði fyrir kjöri. Samt
buðu menn sig stundum ffam á árum ráðgjafarþinganna. I skjalasöfnum
sýslumanna má bæði fiima bréf manna til sýslumanna með framboðum
þeirra81 og færslur í gerðabókum kjörfunda sem sýna að framboð voru
tilkynnt þar opinberlega.82 En langtum meira er um hitt að kjörgögnin
gefi engar upplýsingar um hvernig þingmannsefni voru vabn.
Þegar kosið var í allra áheym gat sá sem kvað snemma upp úr um at-
kvæði sitt ráðið miklu um hvað aðrir kusu, ef sá fyrsti naut trausts manna.
Þegar maður rennir augum yfir dálka kjósendabókanna, þar sem skráð er
í sömu röð og menn greiddu atkvæði, fitur stundum út eins og að einn
kjósandi nefni gjaman nýtt nafn og síðan fylgi röðin á efdr fordæmi hans.
En það kann bka að stafa af því að kjörskránum var að jafnaði raðað eft-
ir hreppum, þannig að samsveitungar kusu í einni röð, og er líklegt að
þeir hafi oft haft tilhneigingu til að kjósa sömu mennina. Hér kann því
að vera hreppapólitík að verki fremur en eftiröpun.
Atkvæðafjöldi hvers og eins kann að gefa nokkra hugmynd um hve
mikið kosningamar vom undirbúnar. Því era meginatriði kosningaúr-
shta tekin hér saman í töflu Vj efdr því sem kunnugt er um þau.
I töflu V kemur fram að fulltrúi Isfirðinga hefur fengið eindregnastan
stuðning allra þingmannsefna, en sá maður var Jón Sigurðsson sem síð-
ar var kallaður forseti. Ekki getur þó talist marktækur munur á hlutfalls-
legu fylgi hans og þess sem kemur næstur, fulltrúa Strandamanna, en
hann var Asgeir Einarsson bóndi á Kollafjarðarnesi í Strandasýslu. Þriðji
maðurinn sem náði yfir 90% fylgi var séra Hannes Stephensen á Ytra-
Hólmi á Akranesi. Báðir áttu þeir Ásgeir og Hannes efdr að verða þekkt-
ir liðsmenn Jóns Sigurðssonar í sjálfstæðisbaráttunni, og liggur nærri að
gera ráð fyrir að hér hafi hreyfing hennar verið farin að vinna að því að
afla sínum mönnum fylgis. Eg hef áður þóst komast að því að Suður-
Þingeyingar hafi fengið furðumikið álit og dálæti á Jóni Sigurðssyni strax
80 Lovsamlingfor Island XII (1864) bls. 507.
81 Þjskjs. Sýsluskjalasafn. N-Múlasýsla XXIV. 1 (Stefán Bjamarson stud. juris, 11. apnl
1858).
82 Þjskjs. Sýsluskjalasafn. Skaftafellssýsla XXTV3 (kjörfundur 11. nóv. 1858); Vest-
mannaeyjar XXXII (kjörfundur 18. júm' 1869).
45