Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 48
GUNNAR KARLSSON
Tafla V. Kosningaúrslit í Alþingiskosningum 1844
Kjördæmi Atkvæði Aðalfulltrúi Varafulltníi Öðrum greidd atkv.
greidd atkvæði atkvæði Menn Atkv.
Norður-Múlasýsla 22 14-64% 8 6 20
Skaftafellssýsla 30 25-83% 11 3 24
Amessýsla 37 23-62% 14 9 37
Gull.- og Kjósarsýsla 76 24-32% 23 14 105
Reykjavík 20 15-75% 11 4 14
Borgarfjarðarsýsla 36 33-92% 21 6 18
Mýra- og Hnappadalssýsla 37 21-57% 13 11 40
Snæfellsnessýsla 27 17-63% 14 7 23
Dalasýsla 32 24-75% 11 8 29
B arðastrandarsýsla 27 19-70% 12 7 23
Isafjarðarsýsla 52 50-96% 27 7 24
Strandasýsla 20 19-95% 14 3 7
Húnavatnssýsla 100 81-81% 43 7 76
Hver kjósandi nefndi tvö nöfn og er því samtala atkvæða sem öllum voru greidd tvö-
föld tala greiddra atkvæða í fyrsta talnadálki.
Sleppt er kjördæmum sem ekki eru varðveittar úr heimildir til að reikna út atkt'æða-
hlutfaU manna.
Heimildir: Sjá töflu II.
tveimur til þremur árum efdr að hann fór að gefa Ný félagsrit út, árið
1841.83 Kosningaúrslitin benda tál að þannig hafi verið víðar.
Að öðru leyti er erfitt að ráða í það af atkvæðatölum hve mikið kosn-
ingarnar voru undirbúnar.
Kjósendur til Alþingis 1844 kusu þangað ellefu bændur, fimm presta,
sex veraldlega embættismenn og þrjá menntamenn af öðru tagi, ef fylgt
er þeirri flokkun sem er birt í Hagskinnu.84 Hverjir þessir menn voru má
lesa í Alþingistíðindum og Alþingismarmatölum.851 grófom dráttmn má
segja að sjálfseignarbændurnir, sem réðu kjörinu í 19 kjördæmum af 20,
hafi farið nokkurn veginn jafnoft tvær ólíkar leiðir. Annar helmingur
þeirra kaus menntaða fyrirmenn að hætti einveldissamfélagsins, presta,
yfirréttardómara, héraðslækni, skólaráðsmann, málfræðing. Raunar kusu
þeir engan sýslumann, sem kann að stafa að einhverju leyti af því sem er
nefnt hér að framan, að þeir voru ekki kjörgengir í heimasýslu sinni ef
þeir stjórnuðu kosningunni sjálfir. Hinn helmingurinn kaus mann úr eig-
83 Gunnar Karlsson (1977) bls. 29-32.
84 Hagskinna (1997) bls. 888 (tafla 19.8).
85 Alþingistíðindi. 1845 (1845) bls. 1-2. - Alþingismannatal 1845-1930 (1930) bls. xiv-
xxvi.
46