Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 49
ALÞINGISKOSNINGAR 1844
in hópi. Ekki sé ég neina reglu í því hvor leiðin var farin hvar. En benda
má á að embættismenn voru engan veginn öruggir um að vera teknir
fram yfir bændur þótt þeir kæmu til álita á kjörfundum. I Mýra- og
Hnappadalssýslu var Eíelgi Helgason bóndi í Vogi á Mýrum kosinn Al-
þingismaður með 21 atkvæði ogjón Sigurðsson bóndi í Tandraseli vara-
maður hans með 13, en Jón Jónsson á Melum, sýslumaður Stranda-
manna, varð að láta sér nægja sjö atkvæði, og tveir aðrir sýslumenn eitt
og tvö. I Barðastrandarsýslu var Eyjólfur Einarsson bóndi í Svefneyjum
kosinn með 19 atkvæðum, en varamaður hans varð séra Olaftir Sivertsen
í Flatey með 12 atkvæðum.86 Þetta bendir til þess að bændur hafi verið
komnir nokkuð áleiðis að skilja og meta fulltrúastjórnkerfi.
Byrjendaeinkenni
En jafnvel þótt bændur hafi haft einhverja vitund um fulltrúastjómkerfi
má sjá á ýmsu að menn hugsuðu öðruvísi um kosningar á upphafsskeiði
þeirra en okkur er tamt að gera nú, og á það líklega ekki eingöngu við
bændur. Þannig vottar fyrir því að kjörstjórum finnist að þeir hljóti að
eiga að leggja nokkurt mat á hverjir teljist hæfir til að vera kosnir á Al-
þingi. I kjörskrá Suður-Þingeyinga er merkt við einn kjósanda, Jón Sem-
ingsson í Ytri-Túngu á Tjörnesi, að hann sé ekki kjörgengur. I athuga-
semdadálki er gefin skýring á þessu og skrifað: „blindur og örvasa“.87 I
Norður-Þingeyjarsýslu er séra Stefán Einarsson á Sauðanesi að vísu tal-
inn kjörgengur, en samt er skrifuð við hann athugasemd: „Maðurinn
bhndur og yfir 70tugt að aldri.“88 Prestar og/eða hreppstjórar í Borgar-
firði virðast þó hafa ætlað sér að taka fastast á því að ekki yrðu valdir óhæf-
ir menn til þingferðar. í fundargerð kjörstjómar Borgfirðinga er skráð:89
Ennfremur vóm nokkrir bændur í sumum hreppslistum ekki
álitnir kjörgengir vegna þess að þeir ekki væm skrifandi, eða
svo að sér gjörvir að þeir gætu álitist hæfir til Alþingis sýslana,
sumir vom líka álitnir óhæfilegir sökum gmnnhyggni. I einum
lista var tdl athugunar tekið hvört einn bóndi skyldi á lista setj-
86 Þjskjs. Sýsluskjaiasafh. Borgarfjarðarsýsla XXVI.4; Barðastrandarsýsla XXX. 1.
87 Þjskjs. Sýsluskjalasafn. Þingeyjarsýsla XIX. 1.
88 Athugasemdin er ekki læsileg í öllum eintökum skrárinnar, en auðiesin í því sem
Húnvetningum hefur verið sent. - Þjskjs. Sýsluskjalasafn. Húnavatnssýsla XXIII. 1.
89 Þjskjs. Sýsluskjalasafn. Borgarfjarðarsýsla XXVI.2 (fundargerð 6. sept. 1843).
47