Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 50
GUNNAR KARLSSON
ast sem kjósandi eða kjörgengur þar hann hefði verið kallaður
fyrir póhtírétt fyrir meingjörðir við annan hreppsbúa. En þar
kosningarnefndin álítur að þvíh'kar meingjörðir sem hlutaðeig-
endur sjálfir geta jafnað ekki útiloki frá kosningarétti eða kjör-
gengi; og þar eð hinir áður áviknu brestir á menntun og vits-
munum einungis verða álimir af kosningarmönnum, svo þótti
ekki hlýða að taka annað tdllit til þessara athugasemda túð
samningu listanna.
Loks er bréf Sölva Sveinssonar bónda á Löngumýri í Húnavatnssýslu til
sýslumanns gott dæmi um annað viðhorf til kosninga en nú ríkir. Lyrst
afsakar hann sig frá því að koma á kjörfund svo rækilega að sýnilegt er að
hann hefur talið það skyldu sína að sækja fundinn, ef alvarleg forföll
hindruðu ekki. Síðan kemur fram að hann lítur á kjörfnndinn sem sam-
ráðsfund bestu manna sýslunnar þar sem rætt verði og komist að niður-
stöðu um hver sé best fallinn til að koma fram sem fulltrúi hennar á Al-
þingi. Því er ómaksins vert að birta bréf Sölva í heild:00
Löngumýri 3 Ota apríl 1844
Veleðla Herra vin!
Eg vil ekki forsóma hér með að gefa yður til kynna það að
jafnvel þó eg hafi fúsan vilja til að koma á þetta heiðarlega
kosningar þing, þá leyfa ástæður mínar það ekki, því að kona
mín sem þjáð er og hefir verið af sárum sjúkdómum, einum eft-
ir annan, í fullar 42 vikur samfleytt, biður mig óaflátanlega að
fara ekki frá sér af heimilinu það neinu nemi á meðan hún er í
þessari sjúkdómshættu, og þetta get eg ekki af mér fengið þvert
á móti hennar þörf og vilja, hvað eg vona að þér eftir yðar góðu
nærgætni ekki láið mér eða misvirðið.
En hefði eg getað komið eins og aðrir og átt að kjósa fulltrúa
mundi eg kosið hafa hreppstjóra S(i)g(no)r G(uðmund) Arn-
ljótsson á Guðlaugsstöðum, af því eg þekki hann betur en
marga aðra sem þó geta verið vel til fallnir, og eg þykist þekkja
hann fyrir skynsaman, aðgætinn, stöðuglyndan, velviljaðan,
sannleikans og föðurlandsins elskara með fleira.
Og þessum næst bóndann M(onsieu)r Jónas Jóhamiesson á
90 Þjskjs. Sýsluskjalasafii. Húnavatnssýsla XXin.l.
48