Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Síða 51
ALÞINGISKOSNINGAR 1844
Breiðavaði, en mér lítið þekkta eða öldungis óþekkta menn
gæti eg ekki kosið, enda þó allgóða hæfilegleika hafa kynnu.
Þessar línur, sem - máske - lítið fá að þýða, óska eg auðmjúk-
ast að þér fyrirgefið, yðar göíugheita einlægum elskara og vin
Sölva Sveinss(yni).
Mjór vísir
\lssulega var lýðræðið ekki mikið í fiustu Alþingiskosningum íslendinga.
Eínaðasta sjöttungi bændastéttarinnar, eingöngu körlum, ásamt flestum
sýslumönnum og kannski helmingi presta, um 2,2% af íbúum landsins,
var boðið að velja 20 fulltrúa á ráðgefandi þing. Um 60% þeirra tóku
boðinu, sjálfsagt margir af áhuga á þeirri pólitísku hreyfingu sem var að
byrja að rísa í landinu, en vafalaust sumir af því að þeir töldu það skyldu
sína sem þegna í veldi hins einvalda konungs að hlýða kalh embættis-
manns hans. Engu að síður voru Alþingiskosningarnar merk nýjung því
að þær innleiddu í fyrsta sinn í sveitum landsins þann sið að hópur fólks
veldi sér fulltrúa til að tala máh þess við yfirvöld. A einveldisöld höfðu
allir sótt umboð sitt til valda upp til æðri stjórnenda, hinn æðsti í full-
valda ríkjum til sjálfs Guðs; allir valdastraumar lágu niður eftir samfélög-
unum. Með Alþingiskosningunum var vakinn valdastraumur sem lá upp.
Og þótt hann væri veikur bjó hann yfir möguleika á að margfaldast, eins
og við þekkjum öll. Kjósendur völdu um helming Alþingismanna úr hópi
bænda árið 1844, stundum og kannski oftast þótt embættismenn kæmu
til greina líka, og bendir það til þess að bændur hafi þegar verið byrjaðir
að átta sig á eðh fulltrúalýðræðis.
Heimildir
Alþingisbæfair íslands IX (1957-64). Reykjavík: Sögufélag.
Alþmgismannatal, koniingsfnlltrúa, landshöflingja, ráðherra o.fl. 1845-1930. (1930). Reykja-
vík: Skrifstofa Alþingis.
[Alþingistíðindi.] TíðindifráAlþíngi Íslendínga. Fyrsta þíng 1845 (1845). Fjórða þíng 1853
(1853-54). Reykjavík: Alþingi.
Einar Amórsson (1945). Réttarsaga Alþingis. Reykjavík: Alþingissögunefnd (Saga Alþing-
isl).
Einar Laxness (1974). íslandssaga a-k, Reykjavík: Menningarsjóður.
— (1995). íslandssaga i-r. Reykjavik: Vaka-FIelgafell.
49