Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 54
JÓN ORMUR HALLDÓRSSON
Aðra meginástæðu þess að lýðræði samtímans þykir ófullnægjandi á
Vesturlöndum má líklega rekja til þess að það ber merki uppruna síns í
baráttu manna íyrir öðrum gildum en lýðræði. Stjómarfonn samtímans,
hið frjálslynda fulltrúalýðræði, á sterkastar rætur í tdlraunum manna til að
takmarka vald ríkisins og tryggja eignarrétt borgaranna. Það stjórnar-
form sem við búum við er því ekki lýðræði í upphaflegri og eiginlegri
merkingu hins alþjóðlega orðs um fyrirbærið enda byggir skipulag þess
ekki á tilraunum til að hámarka lýðræði, heldur á viðleitni til að verja
önnur gildi en lýðræði. Fulltrúalýðræðið er ekki tæknileg aðlögun
lýðræðis að veruleika stórra samfélaga, heldur allt amiað fyrirbæri en
beint lýðræði að hætti Aþenumanna. Það er hins vegar beint lýðræði sem
hefur skapað efnivið í hugsjónir og goðsagnir lýðræðisms. I samtímanum
verður vart við aukinn áhuga á lýðræði sem hugsjón og sjálfstæðu gildi.
Vaxandi spenna ríkir því á milh eðlislægra einkenna og veruleika full-
trúalýðræðisins, annars vegar, og hins vegar hinnar einföldu hugmyndar
um lýðræði sem stjórn fólksins á eigin samfélögum.
Hina meginástæðuna fyrir óánægjunni með lýðræðið má líklega rekja
til víðtækra, djúpstæðra og alþjóðlegra breytinga í atvinnuh'fi, stjórnmál-
um, þjóðlífi og menningu sem nú ganga yfir heiminn. I fyrsta sinn í sögu
lýðræðisins er aflvaka nær allra helsm þjóðfé 1 agsbreytinga að fimia utan
staðbundinna pólitískra kerfa sem lúta stjórn kjörinna fulltrúa. Megin-
einkenni þessara breytinga er sífellt sterkari mótun hins staðbundna og
sérstaka af hinu alþjóðlega og almenna. Við þessar aðstæður hefur hlut-
verk þeirra ríkja sem reyna að aðlaga sig hnattvæðingu viðskipta breyst
að verulegu leyti úr tiltölulega sjálfstæðri stefiiumótun í eftirlitsstörf og
tilraunir til aðlögunar að ytri veruleika. A Islandi má meðal annars sjá
þetta á því hve mörg af deilumálum síðustu ára í íslenskum stjórnmálum
hafa snúið að fumkenndum tilraunum handhafa ríkisvaldsins til efdrlits
með alþjóðavæddum greinum atvdnnulífsins. Deilur um þessar tilraunir
hafa oftlega yfirskyggt umræður um almenna stefhumótun sem verða
líka sífellt fátæklegri. A Islandi bætist \áð þessi almennu áhrif hnattvæð-
ingar, að helmingur allrar löggjafar í landinu verður til án atbeina eða
þátttöku kjörinna fulltrúa og kemur þess í stað bréfleiðis frá Brussel.
Við svo gerbreyttar aðstæður og örar breytingar á öllum sviðum
mannlegra samfélaga er varla von til þess að stjórnskipulag sem mótaðist
af viðfangsefhum í stjórnmálum liðinna alda hafi nægjanlegan sveigjan-
leika til að svara með auðveldum hætti kröfum fólks um aukin áhrif al-
52