Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 55
ER FULLTRÚALÝÐRÆÐIÐ AÐ VESLAST UPP?
mennings á stjórn samfélagsins. Því má búast við vaxandi deilum og
átökum tun inntak lýðræðisins á næstu árum. Til þess að skilja slíkar deil-
ur er nauðsynlegt að líta til þróunar og einkenna hins frjálslynda full-
trúalýðræðis, og um leið að huga að eðli þeirra breytinga sem hnattvæð-
ingin er að valda á stjórnmálum Vesturlanda. Fyrst er rétt að huga örlítið
að hugtakinu sjálfu.
Lýðræði
Þau hugtök sem menn nota frá degi til dags í umræðu um stjórnmál eru
oft ógreinileg, iðulega margræð, stundum mótsagnakennd og gjarnan
gildishlaðin. Það sama á raunar við um mörg þeirra hugtaka sem mest
eru notuð í fræðilegri umræðu um stjórnmál en í slíkri umræðu reyna
menn líka stundtun að gera sérstaka grein íyrir því hvað þeir meina með
viðkomandi hugtökum. Hugtök eins og ríki og þjóð eru til að mynda oft-
ast notuð sem einföld heiti á öllu flóknari og umdeilanlegri fýrirbærum
en almenn notkun hugtakanna gefnr tdl kynna. Margir hafa sett lýðræði
í flokk slíkra hugtaka og fyrir því eru góðar ástæður, en merking hins al-
þjóðlega orðs sem lýðræði er þýðing á er þó einföld og tæpast umdeild.
Heródótus mun hafa verið fyrstur til að nota orðið demokratia, stjórn
fólksins, fyrir nær hálfu þriðja árþúsundi um stjórnarform sem þá þegar
hafði þróast í Aþenu. Vandræðin byrja hins vegar þegar kemur að því að
útskýra hugtökin „fólkið“ og „stjórn“ að ekki sé minnst á spurningar um
hvernig fólkið eigi að fara að því að stjórna og hverju það megi eða skuli
stýra. Þetta breytir því hins vegar ekki að hugmyndin um lýðræði grund-
vallast á þeirri sýn að fólkið sjálft eigi með einhverjum og helst sem nán-
ustum hætti að stjórna samfélagi sínu sjálft.
Þær skilgreiningar á lýðræði sem oftast eru notaðar snúa hins vegar yf-
irleitt ekki að innihaldi fýrirbærisins, þ.e. stjórn fólksins á eigin samfé-
lagi, heldur að aðferðum og framgangsmáta við óbeint val á stjórnend-
um. Engin ein skilgreining er til á lýðræði en þær skilgreiningar sem eru
í mestri notkun snúast flestar um tíðni kosninga, eðli embætta sem kjósa
skal tál, kosningarétt, kjörgengi og þær aðstæður sem þurfa að ríkja til að
kosningar geti talist sæmilega sanngjarnar og samkeppni í þeim tiltölu-
lega ffjáls, svo sem málfrelsi, fjölmiðlaffelsi og fundafrelsi. Skilgreining-
ar ganga mjög mislangt í kröfum sínum um þau efhi og sumar innihalda
langa lista af formlegum og óformlegum kröfum sem yfirleitt snúa að
53