Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Side 56
JÓN ORMUR HALLDÓRSSON
jafnrétti til þátttöku í kosningum og frelsi til máls og miðlunar
upplýsinga í kringum þær. Lýðræði er sagt rílqa þar sem tilteknum regl-
um, sem í reynd snúa að vali á þingmönntun en ekki eiginlegum stjóm-
endum, er fylgt. Skilgreiningar samtímans á lýðræði era þannig jdirleitt
ekki efnislegar og snúa ekki að inntaki lýðræðis sem þjóðfélagslegs fyrir-
bæris, heldur að ferlrnn og framgangsmáta við kosningu fólks í tiltekin
embætti. Því er auðvelt að hugsa sér dæmi mn samfélög þar sem allar
kröfur um kosningar era uppfylltar án þess að nokkram detti í hug að
þjóðfélagið sé lýðræðislegt. Þannig getur stórkostlegur mrmur á valdi og
stöðu kynja eða þjóðfélagshópa gegnsýrt samfélag án þess að það hafi
áhrif á það hvort viðkomandi ríki er tahð lýðræðisríki eða ekki. Eins
kvarta menn víða tmdan því að kosningar bjóði ekki uppá raunverulegt
val fyrir kjósendur til dæmis vegna þess að einsleitur hópur valdamanna
hafi tök á flokkum, þármtmum, stofhunum og íjölnnðlum. Margir fræði-
menn hafa auðvitað sýnt þeirri staðrejnd áhuga að formlegar skilgrein-
ingar á lýðræði segja oft takmarkaða sögu um raunverulegt innihald
stjórnarforms sem stenst kröfur slíkra skilgreininga. Skrif þeirra, sem
snúast oft um eðli óformlegra valdakerfa í mismunandi samfélögum,
virðast hins vegar sjaldan rata inn í almennar umræður um hvort lýðræði
ríki í tilteknu samfélagi eða ekki.1 Formlegar skilgreiningar eru yfirleitt
allsráðandi í slíkri umræðu.
A síðusm árum virðist hins vegar víða hafa vaknað áhugi á tilraunum
til þess að gefa aðferðum og ferlum fulltrúalýðræðisins aukið lýðræðis-
legt innihald.2 Um leið hefur áhugi á beinu lýðræði greinilega farið mjög
vaxandi.3 Víðast hvar á Vesturlöndum hafa rnenn brugðist við þessum
áhuga með því að auka notkun á þj óðara tkvæðagreiðs 1 u m við úrlausn
mikilvægra pólitískra deilumála. Merm hafa líka rætt um ýmsar leiðir til
þess að auka möguleika almennings og samtaka fólks til áhrifa og nokk-
1 Athuganir manna á aukinni útbreiðslu Iýðræðisins á síðustu áratugum rdrðast ýmist,
og langoftast, snúa að formlegum ferlum, eða þá, og miklu sjaldnar, að valdakerfum
sem móta innihald lýðræðisins, en yfirleitt ekld að hvoru tveggja. Sjá til dænús
Lincoln Allison, On the Gap between Theories of Democracy and Theories of
Democratization, Democratization, Vol. 1, No. 1, Spring 1994, pp. 8-26.
2 Sjá til dæmis Russel Dalton og Susan Scarrow (ritstj.) Democracy Transfbrmed? Kv-
panding Political Opportunities in Advanced lndustrial Democracies, Oxford: Oxford
University Press, 2003.
3 Sjá til dæmis Dick Morris, The New Prince - Machiavelli Updated for the Twenty-First
Century, New York: Renaissance Books, 2000.
54