Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Blaðsíða 57
ER FULLTRÚALÝÐRÆÐIÐ AÐ VTSLAS'I' UPP?
ur fremur lausleg hugmyndakerfi hafa orðið tdl í þeim umræðum. Þar á
meðal má nefiia hugmyndir um samráðsstjórnmál eða rökræðulýðræði,4
sem er þýðing á deliberative democracy,5 og málafylgjulýðræði eða advocacy
democracy6, sem gengur í sömu átt. Hugmyndir af þessu tagi snúast um að
auka gæði þeirrar umræðu sem hggur til grundvallar póhtískum ákvörð-
unum og tryggja rétt og möguleika þeirra sem eiga hagsmuna eða hug-
sjóna að gæta til að koma sinni þekkingu og sínum sjónarmiðum inn í
ákvarðanatökuferla. Um leið snúast þær um að draga úr valdi og mögu-
leikum kjörinna fulltrúa til að taka ákvarðanir fyrir samfélagið efdr eigin
geðþótta, hentugleikum og hagsmunum. Þær snúast einnig um að auka
gagnsæi í ákvörðunum og að færa þær nær þeim sem verða með einhverj-
um hætti fyrir ákvörðunum með skipulegum tilraunum til þess að hlusta
eftir sjónarmiðtun þeirra og þekkingu. Hugmyndir af þessu tagi hafa nú
þegar haft umtalsverð áhrif í mörgum löndum heims.'
Skilyrt lýðræði
Lýðræði samtímans er skilyrt og takmarkað með tvennum hætti; annars
vegar sem írjálslynt lýðræði og hins vegar sem fulltrúalýðræði. Sigur-
ganga hins frjálslynda fulltrúalýðræðis hefur verið shk að mönnum hef-
ur orðið tamt að hugsa um það sem hið eiginlega eða eðhslæga lýðræði.
Þegar nánar er að gáð kemur hins vegar í ljós að skilyrðingamar tvær em
svo strangar að þær breyta eðh fyrirbærisins. Til að útskýra betur hvað
hér er átt við má hafa í huga að lýðræði væri unnt að skilyrða með ýmsum
öðrum hætti. Til dæmis þeim að einungis rauðhært fólk mætti kjósa og
dökkhærðir menn væm undanþegnir því að hlýða reglum samfélagsins.
Shkt lýðræði gengi greinilega á snið við hugmyndina um stjóm fólksins.
Það gera skilyrðingar frjálslynda fuUtrúalýðræðisins hka enda hefur ver-
4 Umræða um þetta tObrigði við fulltrúalýðræði hefur nýlega komið til íslands með að
minnsta kosti tvennum hætti. Annars vegar í grein Olafs Páls Jónssonar, Priitt eða
rök og rétdæti - Tvær hugmyndir um lýðræði, Ritið:l/2003, bls. 3 3—43. Hins vegar
hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lýst hugmyndum um það sem hún kallar sam-
ráðslýðræði eða umræðulýðræði, meðal annars í grein í Fréttablaðinu, 3. ágúst 2004.
5 Sjá til dæmis David Miller, Deliberative Democracy and Social Choice, í bók Dav-
id Held (ritstj.), Prospects for Democracy, Cambridge: Polity Press, 1993, bls. 74-92.
6 Sjá til dæmis Russel Dalton et al, Advanced Democracies and the New Pohtics, Jo-
umal ofDemocracy, 15. árg. 1. hefti, 2004.
Sama heimild.
55