Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Síða 63
ER FULLTRÚALÝÐRÆÐIÐ AÐ VESLAST UPP?
hinna æðstu gilda og lítur á það sem sjálfan grundvöll samfélagsins. Við-
urkennt er að í stórum og flóknum samfélögum nútímans eigi hið beina
lýðræði Aþenumanna ekki við og því gerir goðsögnin ráð íyrir að full-
trúalýðræði samtímans sé tæknileg útfærsla á lýðræðishugmyndinni sem
lagi hana að veruleika dagsins. Þetta sést ekki síst af tíðum umræðum um
mögulega notkun nýrrar tækni við tíðar og jafnvel sífelldar atkvæða-
greiðslur borgaranna, sem yfirleitt snúa að tæknilegri hlið málsins frekar
en efnislegri. Löng hefð er líka fýrir því að gera lítið úr þeim eðlismun
sem er á beinu og óbeinu lýðræði. I formála að annarri útgáfu eins áhrifa-
mesta rits um lýðræði sem nokkurn tíma hefur verið skrifað, De la Dem-
ocratie en Amérique, sem kom fýrst út 1835, skrifar höfundurinn, Alexis
de Tocqueville, á þá leið að Bandaríkjamenn hafi leyst úr álitamálum
frelsis og lýðræðis með þeim hætti að munur á milli beins og óbeins
lýðræðis skipti ekki máli.14 Tocqueville segir á öðrum stað að „fólkið ríki
yfir heimi amerískra stjórnmála líkt og guð yfir alheiminum“.15
Fulltrúalýðræði er hins vegar allt annað en praktísk útfærsla á því
stjómarformi sem menn notuðu í Aþenu fýmir hálfu þriðja árþúsundi síð-
an. Fulltrúalýðræði er í reynd annars eðlis og að miklu leyti óskylt því
stjómskipulagi sem Hellenar þróuðu. Margir fræðimenn hafa líka bent á
ólíkt eðli þessara stjórnarforma. Giovarmi Sartori orðaði þetta svo að
tengslin á milli hins beina lýðræðis Aþenumanna og fulltrúalýðræðis í
samtímanum séu „homonymy“ en ekki „homologyl‘16, þ.e. að eðlislega óKk
fýrirbæri deili þarna sama nafhinu. Munurinn á beinu lýðræði fornaldar
og óbeinu lýðræði samtímans liggnr því ekki fyrst og fremst í frábragðn-
um aðstæðum sem kalla á mismunandi tæknilegar lausnir, heldur í ólíkum
grannhugmyndum, öðmvísi gildum og ósambærilegri skipan hagsmuna.
í fulltrúalýðræði, „stjórn stjórnmálamanna“ eins og Schumpeter orð-
aði það1', em hinir kjörnu ekki fulltrúar í þeim skilningi að þeir séu um-
boðsmenn þeirra sem kjósa þá. Þeim er ekki ætlað að flytja mál kjósenda
eða fara að vilja þeirra, heldur hefur þetta fólk öðlast rétt til að stjórna
með því að fá fleiri atkvæði en aðrir sem kepptu eftir þ\u sama.
14 Sjá t.d. Norberto Bobbio, Democracy and Dictatorsbip — The Nature and Limits ofState
Porwer, ensk þýðing á bókinni Stato, govemo, societa: Per una teoria generale della polit-
ica, Cambridge: Polity Press, 1989, bls. 151.
15 Tilvitnun fengin úr bók fyrrnefndri bókN. Bobbio, bls. 151.
16 G. Sartori, The Theory of Democracy Revisited, New York: Chatham House Pubhs-
hers, 1987.
17 Joseph Schumpeter, Capitalism, Soáalism and Democracy, New York: Harper, 1942.
6i