Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 64
JÓN ORMUR HALLDÓRSSON
Annar skilningnr á hlutverki fnlltrúa er auðvitað mögulegur en hami
gengi gegn hefðum fulltrúalýðræðisins. Islenska stjórnarskráin bannar til
dæmis beinlínis að hinir kjörnu fúlltrúar á Alþingi séu með nokkru móti
bundnir af vilja eða skoðunum annarra og þar á meðal auðvitað þeirra
sem kusu þá. Sú hugmynd endurspeglar niðurstöðu manna í Bredandi og
víðar um þessi efúi strax á 18. öld. Edmund Burke er venjulega nefndur
sem áhrifamesti formælandi þeirrar hugsunar að þingmenn eigi hvorki
að vera sendimenn kjósenda sinna né fulltrúar hagsmuna á meðal þeirra,
heldur eigi þeir að vera sjálfstæðir einstaklingar sem hafa hag þjóðarinn-
ar allrar að leiðarljósi. Skoðanir Burkes voru ekki nýstárlegar þegar hann
setti þær fram en annar skilningur á hlutverki þingmanna á enska þing-
inu hafði þó verið áberandi ffam undir þann tíma, því menn litu gjarnan
á þingmenn sem umboðsmenn eignamanna sem kusu þá og töldu að
hlutverk þeirra væri meðal annars að kvarta undan ýmiss konar vandræð-
um viðkomandi efúamanna.18 Skoðanir Burkes urðu ofaná í breskum
stjórnmálum. Löng hefð er fyrir því að hæðast að þingmönnuin sem vilja
helst tala um málefúi eigin kjördæma á þingi.
Því má hins vegar halda fram að hinar eldri skoðanir á hlutverki þing-
inanna hafi verið nokkuð viðteknar á Islandi allt frain á þennan dag þar
sem menn hafa oft litið á þingmenn sem umboðsmenn tiltekinna byggð-
arlaga eða sértækra hagsmuna. Þjóðþing, að hugsun Burkes, eiga hins
vegar ekki að vera vettvangur átaka á milli fulltrúa mismunandi hags-
muna, heldur vettvangur frjálsra og upplýstra manna sem í sameiningu
eiga að komast að þeirri niðurstöðu sem best er fýrir heildina og það er
sú hugsun sem endurspegluð er í stjórnarskrá Islands. Burke sagði eitt-
hvað á þá leið að þingmaður sviki kjósendur sína ef hann léti eigin sann-
færingu víkja fýrir skoðunum eða hagsmunum þeirra sem hann kusu.
I Aþenu voru fulltrúar hins vegar valdir með hlutkesti í ráð sem stjórn-
aði á milli borgarafunda og undirbjó mál fýrir slíka fundi. Hugsunin á bak
við þetta var sú að með því að tilviljun ein réði vali manna og með því að
menn mættu ekki sitja í ráðinu nema í mjög takmarkaðan tíma yrðu ekki
til pólitískir hagsmunir í kerfinu sjálfu eða í kringum þátttakendur í því.
Þátttaka manna átti að vera bein, almenn og á grunni jafúréttis, sem var í
reynd grunnhugmynd kerfisins. Með þessari skipan ráðsins og með al-
mennum borgarafundum átti að vera tryggt að fólkið stjórnaði.
18 Sjá til dæmis Anthony H. Birch, The Concepts and Theories ofModem Democracies,
London: Routledge, 1993, bls. 70-76.
62