Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 66
JON ORMUR HALLDORSSON
sem lýðræðislegustum hætti.20 Orðið lýðræði var raunar hálfgert skamm-
arjnði í bandarískum stjómmálum fýrstu áramgi lýðveldisins. Notkun
þess síðar, af mönnum eins og Abraham Lincoln, sem útskýrði lýðræði
sem „government of the people, by the people, for the people,“ sem er
ekki aðeins óþýðanleg, heldur líka óskLljanleg og marklaus skilgrehúng,
þýddi ekki endilega að lýðræði hefði aukist, þótt á suma mælikvarða væri
sú reyndin, heldur frekar að hugtakanotkun í stjórnmálmn hafði breyst.21
Það var ekki síst hugtakabrenglun af þessu tagi, hugmyndin um að nú-
tímalýðræði væri stjóm fólksins, sem Schumpeter réðist í sínu áhrifa-
mikla riti sem fým er vitnað til. A það hefur verið bent að það eina sem
bandaríska lýðveldið átti í upphafi sameiginlegt með því gríska var að úti-
loka þann meirihluta almennings sem vora konur eða þrælar frá aknenn-
um borgararéttindum.22
Þótt ekki hafi verið stofnað til lýðræðis í upphaflegri merkhigu orðsins
með fulltrúalýðveldi í Bandaríkjunum eða með þingræði í Bretlandi felst
hins vegar auðvitað lýðræðislegur möguleiki í fulltrúakerfi. AJmennur
kosningaréttur hefur sumpam breytt eðh þessarar skipunar. Þótt fulltrú-
um sé ekki ætlað að vera umboðsmenn kjósenda eða hagsmuna þeirra má
ætla að tvennt stuðli að því að fulltrúar túlki almennar huganjudir, hags-
muni og vilja kjósenda sinna. Annað er að þegar kjósendur velja sér full-
trúa er sá væntanlega líklegastur til að ná kjöri sem með einhverjum hætti
virðist vera besti fulltrúi kjósenda, hugmynda þeirra eða hagsmuna. Hitt
er að ætla má að fulltrúar hafi yfirleitt áhuga á endurkjöri og að þeir
hneigist almennt til athafna og skoðana sem draga ekki stórkostlega úr
slíkum möguleikum.23 Með þeim hætti má segja að kjósendur hljóti að
hafa áhrif á stjómarstefnu og löggjöf þótt með óbeinum hætti sé.
Hœfiii hinna kjöniii
Kenningum um fulltrúastjórn fýlgdu hugmyndir um að fulltrúamir ættu
að vera með einhverjum hætti sérlega hæfir til sinna ábyrgðarmiklu
verka. Menn eins og John Stuart Mill í Bretlandi og James Madison í
20 Sjá til dæmis bók Birch, 1993, sem fyn" er vimað til, bls. 49-56.
21 Sama heimild, bls. 50-51.
22 R. Wokler, Democracy’s Mythical Ordeals í bók G. Parry og M. Moran, Democracy
and Democratization, London: Roudedge, 1994, bls. 26.
23 Sjá til dæmis greiningu Barry Holden á þessum atriðum í bók hans, Understanding
Liberal Detnocracy, London: Harvester Wheatsheaf, 1988, bls. 58-62.
64