Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 67
ER FULLTRÚALÝÐRÆÐIÐ AÐ VESLAST UPP?
Bandaríkjunum ræddu um þing sem vettvang úrvalsins úr samfélaginu,
hóps manna sem bæri af sakir visku, sanngirni, heiðarleika, óhlutdrægni
og fórnarlundar. Slíkir menn áttu að vera betur færir en almenningur um
að taka ákvarðanir um hagsmuni heildarinnar. Lýðræðið átti að vera
„skynsemislýðræði11 eins og John Stuart Mill komst að orði, og að hans
sögn stjórnkerfi þar sem upplýstur minnihluti stjórnaði en bæri á endan-
um ábyrgð gagnvart meirihlutanum. I samtímanum þykir hins vegar lík-
lega fáu fólki, og óvíða, að þingheimur sé hið upplýsta úrval samfélags-
ins eða hópur manna sem ber af fýrir visku, heiðarleika og óhlutdrægni.
Þingmenn eru oftast valdir sem fulltrúar fýrir tiltekna tegund af hlut-
drægni og líklega sjaldan fýrir fórnarlund, visku eða sanngirni.
Síðari tíma rök um nauðsyn þess að stjómendur séu betur menntaðir en
almenningur vegna þess hve úrlausnarefni stjórnmála geta verið flókin
duga heldur tæpast í samtímanum. Stjórnmálamenn em yfirleitt ekki sér-
ffæðingar í viðfangsefhum sínum. Mat þeirra byggist þannig yfirleitt
hvorki á yfirburðaþekkingu né heldur á einstökum mannkostum eða fóm-
arlund, heldur miklu oftar á hollusm við flokk og foringja sem ráða ffam-
gangi viðkomandi manna. Þessi umkvörtun sem verður að teljast almenn
og ráðandi skoðun á stjómmálamönnum víðast á Vesturlöndum er býsna
alvarleg ef haft er í huga til hvers var stofnað með fulltrúalýðræðinu.
I Asíu er það raunar víða svo að stjórnmálamenn em betur menntaðir
en almennt gerist og þá ekki aðeins vegna þess að hlutfallslega færri em
hámenntaðir í Asíu en á Vesturlöndum. I einstaka ríkjum Austurlanda er
jafnan gert ráð fyrir því að stór hluti eða jafnvel stærstur hluti ráðherra
hafi doktorspróf og hafi þannig tileinkað sér og sýnt fram á hæfni við
sjálfstæða leit að lausn á flóknum úrlausnarefnum. Nám af því tagi er þess
eðlis að sérþekkingin sjálf skiptir minna máli en þjálfun við skynsamlega
lausn flókinna verkefna og því hafa stjórnmálamenn og fréttaskýrendur í
sumum ríkjum Asíu beinlínis haldið því fram að menn eigi að afla sér
doktorsmenntunar ef þeir hyggja á einhvern frama í stjórnmálum. Þing-
menn þar eystra auglýsa líka oft sérstaklega menntun sína og faglega
reynslu þegar þeir kynna sig fyrir almenningi.
Þessar skoðanir em síður viðteknar á Vesturlöndum þar sem víða er
ákveðin hefð fyrir því að líta svo á að fulltrúarnir eigi með einhverjum
hætti að endurspegla þjóðfélagið. I reynd em þingmenn í flestum ríkjum
Vesturlanda yfirleitt vel menntaðir og áreiðanlega betur menntaðir en
gengur og gerist með almenning. Það sama má hins vegar segja um fólk
65