Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 68
JON ORMUR HALLDORSSON
í miklum fjölda annarra starfsgreina þar sem mikillar menntunar er ki'af-
ist við vinnu að bæði almennum og tæknilegum úrlausnarefhum. A Is-
landi hafa stjórnmálamenn ekki skorið sig úr í samfélaginu sem hópur vel
menntaðra og reynslumikilla einstaklinga. Eiginlega þvert á rnóti ef þeir
eru bornir saman við fólk sem vinnur flókin störf. Sú skoðun hefur lík-
lega verið nokkuð almenn á Islandi að stjórnmálamenn eigi frekar að
vera nálægir umbjóðendum sínum hvað varðar reynslu og bakgrunn.
Hún gengur hins vegar gegn upphaflegum hugmyndum manna urn full-
trúalýðræðið. Sú röksemd með fulltrúalýðræðinu, að það nýti kosti hins
menntaða einveldis um leið og það verji menn fýrir offíki ffamkvæmda-
valdsins, virðist eiga illa við í samtímanum og líklega sérlega illa á íslandi.
Óánægjan ?neð lýðræðið
Eins og í upphafi var bent á hafa vaxandi efasemdir um innihald lýðræð-
isins fylgt sigrum þess sem stjórnarforms á síðustu árum. Hvar sem menn
fara heyra þeir efasemdir um veruleika lýðræðisins og hvert sem menn
líta sjá þeir vísbendingar um vaxandi tortryggni í garð allra helstu stofh-
ana þess. Hver könnunin af annarri í hverju landinu af öðru sýnir minnk-
andi traust á stofnunum lýðræðisins og vaxandi tortryggni í garð þátttak-
enda í stjórnmálum. I nýrri samantekt nokkurra fræðimanna um ffamtíð
lýðræðisins í Evrópu er ástandi mála lýst með þessum orðurn: „Eitt
greinilegasta einkenni samtímans í lýðræðisríkjum Evrópu er almenn
pólitísk óánægja, andúð, efagirni, tortryggni og ófullnægja."24 Þar segir
ennffemur um viðhorf fólks í Evrópu: „skynjun rnanna á stjórnmála-
mönnum, stjórnmálaflokkum, kosningum, þjóðþingum, ríkisstjórnum
og stjórnmálum er gagnrýnin og jafhvel fjandsamleg“.25
Ekki síður alvarleg orð hafa verið höfð um lýðræðið í Bandaríkjunum.
Þar virðist munur á milli markaða með neysluvörur og markaða með
atkvæði hafa orðið ógleggri með thnanum og um leið sýnist pólitísk um-
ræða mótast sífellt meira af lögmálum auglýsingaheimsins og þeirrar teg-
undar vitsmuna sem þar ræður ríkjum. Traust manna á stjórnmálamönn-
24 Grænbók Evrópuráðsins um framtíð lýðræðis í álfrumi. Höfundar bókarinnar styðj-
ast við tölfræðilegar mælingar á viðhorfum og kosningaþátttöku. P. Schmitter og A.
H. Trechsel (ritstj.), Green Paper on the Future of Democracy in Europe for the
Council of Europe by Working Group of High Level Experts. Birt á vef Evrópuráðs-
ins: http://www.coe.int/t/e/Integrated_Projects/democracy/, sótt 25. ágúst 2004.
25 Sama heimild.
66