Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 69
ER FULLTRÚALÝÐRÆÐIÐ AÐ VESLAST UPP?
um þar vestra hefur minnkað, eins og í Evrópu, og sú almenna tilfhming
hefur grafið um sig að stjórmnálamenn séu fyrst og fremst fulltrúar hópa
sem gefa þeim peninga.26 A það hefur líka verið bent að Bandaríkjamenn
hafi ekki aðeins orðið fráhverfir því að kjósa í kosningum heldur hafi al-
menningur einnig snúið baki við þátttöku í félögum og sjálfboðastarfi, en
allt frá dögurn Alexis de Tocqueville hafa menn htið á þéttriðið net h'tilla
og stórra almannasamtaka í Bandaríkjunum sem homstein lýðræðisins
þar í landi.2y
Kjörsókn í Bandaríkjunum hefur lengi verið minni en í Evrópu en nú
er svo kornið að það er einungis þegar forseti er kjörinn sem búast má við
að helmingur kjósenda skih sér á kjörstað. I Evrópu hefur kjörsókn víð-
ast hvar minnkað verulega á síðustu árum og sums staðar svo mjög að ör-
væntingarfullar tilraunir eins og opnun kjördeilda í stórmörkuðum í
Bretlandi hafa ekki dugað til að lokka nema þriðjung kjósenda til að
greiða atkvæði í borgarstjómakosningum. Stjómmálaflokkar minna líka
víðast hvar núorðið meira á tómar skeljar en fifandi hreyfingar.
I fljótu bragði virðist fátt af þessu eiga við um Island. Þátttaka í kosn-
ingum á Islandi er miklu meiri en víðast annars staðar. Almenn umræða
um stjómmál er líka mikil og á sér stað víða í samfélaginu. Ungt fólk á
Islandi virðist ekki telja það sérlega undarlega ráðstöfun á tíma að mæta
á fund hjá stjómmálaflokki en meðalaldur flokksmanna í mörgum stór-
um stjómmálaflokkum í Evrópu mun vera að nálgast sextugt.
Eitthvað af þessari pólitísku virkni karrn hins vegar að stafa af öðra en
því að íslenska lýðræðið sé þróttmeira, vinsælla og í minni vanda en
lýðræðið annars staðar á Vesturlöndum. Þar kemur ýmislegt til. Islenskar
aðferðir Uð val á frambjóðendum, sérkenni íslenskra valdakerfa, fámenm
þjóðarinnar, nálægð og fásinni í hinu smáa samfélagi kann að ráða nokkra
um meiri póhtíska virkni á meðal almennings á Islandi en í nálægum
löndum. Eins sýnist líklegt, þótt ekki verði færð rök fyrir því hér, að þótt
26 Sjá til dæmis nýja bók Russell Dalton, Democratic Challenges, Democratic Choices: The
Erosion in Political Support in Advanced Industrial Democracies, Oxford: Oxford Un-
iversity Press, 2004.
27 Robert D. Putnam ræðir þessa þróun í áhxifainikilli bók sinni, Bomling Alone, The
Collapse and Revival of American Community, New York: Simon & Schuster, 2000.
Putnam hefur einnig ritað um lýðræði á Italíu og varpað fram áhrifamiklum en um
leið nokkuð umdeildum kenningum um áhrif menningar á virkni og möguleika
lýðræðis, sjá Making Democracy Work, Civic Traditions in Modem ltaly, Princeton Un-
iversity Press, 1993.
67