Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Síða 70
JÓN ORMUR HALLDÓRSSON
íslenskir stjómmálaflokkar geti enn talist fjcildahreyfingar hafi þeir holast
að innan á seinni árum, Kkt og flokkar í nálægum löndum, og farið að
minna meira á fundarsah en fundarefni.28 Ef htið er til pólitískrar umræðu
á Islandi sjást líka mörg merki um almenna óánægju með virkni lýðræðis-
ins. Þetta verður ekki síst ljóst ef htið er til deilnanna um fjölmiðlafrum-
varp ríkisstjómar Davíðs Oddssonar sumarið 2004 en margir þeirra sem
vora andsnúnir framvarpinu, eða þeim aðferðum sem beitt var við samn-
ingu þess og lögfestingu, kvörtuðu undan ástandi lýðræðisins á Islandi.
Þeir sem vora fýlgjandi ffumvarpinu töldu hms vegar margir að synjtm
forseta Islands um undirrinm þess væri atlaga að þingræðinu.
En hvers vegna skyldi vera svona almenn óánægja með lýðræðið á
Vesturlöndum? Þegar menn ferðast um heiminn fá þeir gjarnan þá sýn á
velferðarríki Evrópu að þau myndi undarlega eyju ffiðar, jafnréttis, vel-
sældar og öryggis í því hafi fátæktar, átaka, misréttis, ótta og skelfinga
sem heimurinn virðist að öðra leyti vera. Hafa nokkurn tímann og nokk-
urs staðar verið til þjóðfélög sem tryggðu borguram sínum frelsi, öryggi,
jafnrétti, menntun og velsæld til jafns við það sem velferðarríki Evrópu
gera um þessar mundir? Menn þurfa hvorki að tileinka sér aðferðir Heg-
els né lífssýn Pangloss til að komast að þeirri niðurstöðu að tæplega hafi
svo verið. Og varla er stórkostlegm ágreiningm- um þá staðhæfingu að í
efnalegum, félagslegum og pólitískum skilningi sé ástand mála á Islandi
ekki aðeins gott í samanburði við þorra annarra landa, heldur líka um
flest betra og um suma hluti miklu betra en það hefur nokkurn tíma ver-
ið í okkar landi.
Þrátt fýrir frelsið, velsældina, velferðina, ffiðinn og öryggið hefur al-
menningur í Evrópu hins vegar greinilega takmarkaða trú á stjórnar-
formi samtímans, og það sarna má segja um Bandaríkin. Fátt verður full-
yrt um þessa óánægju með óyggjandi rökum. Það er hins vegar ekki
sérlega margt sem bendir til þess að pólitísk óánægja fólks stafi af al-
mennri vansæld með þjóðfélagsskipan Vesturlanda. Ef litið er til al-
28 Svanur Kristjánsson hefur rætt breytingar á íslensku stjórnmálaflokkununi sem
hann tengir aðferðum við val á frambjóðendum, Frá flokksræði til persónustjórn-
mála, Félagsvísindastofnun Háskóla Islands, 1994. I bókinni færir Svanur rök fyrir
þeirri niðurstöðu sinni að prófkjör á Islandi hafi í grundvallaratriðum breytt stöðu,
valdi og ábyrgð stjórnmálaflokkanna og að kjósendur eigi nú mun erfiðara með að
draga stjórnmálamenn til ábyrgðar. Svanur telur að þessi þróun hafi veikt Iýðræði í
landinu enda sé ábyrgð stjórnmálamanna gagnvart kjósendum grundvallaran-iði
fulltrúalýðræðisins.
68