Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Síða 71
ER FULLTRÚALÝÐRÆÐIÐ AÐ VESLAST UPP?
mennrar velsældar, velgengni og þjóðfélagsfriðar í hinum grónari
lýðræðissamfélögum samtímans vaknar því sá grunur að óánægjan bein-
ist ekki að afurðum stjórnkerfisins, heldur fremur að kerfinu sjálfu.
Ef þetta er rétt kann að vera að kreppa lýðræðisins fefist ekki í áhuga-
leysi manna á lýðræðinu, heldur þvert á móti. Oánægjunnar kann að vera
að leita í því að áhugi fólks á lýðræðislegum stjómmálum sé meiri en
stjómmálakerfi og stjómskipan samtímans getur fullnægt. Margir hafa
haldið því fram að óánægjan stafi af því að hin almenna undirfiggjandi
krafa samtímans sé um beint lýðræði í stað fulltrúalýðræðis.29 En hvað hef-
ur þá breyst? Hvers vegna lendir lýðræðið í þessari kreppu núna? Og hvers
vegna beint lýðræði? Hér er því haldið fram að þrenns konar breytingar
skipti mestu máli í þessu samhengi en þessar breytingar eiga allar rætur í
þeim stórkostlega árangri sem hið frjálslynda fulltrúalýðræði hefur náð.
Fyrir baröinu á eigin velgengni?
Eitt er að þetta stjórnarform hefur unnið að því er virðist fullnaðarsigur
á annarri mögulegri stjórnskipan. Nær öll ríki heims, að undanskildum
nokkmm af helstu bandalagsríkjum Vesturlanda í Mið-Austurlöndum,
hafa annaðhvort tekið upp fulltrúalýðræði eða þykjast hafa gert það. I
öðm lagi hefur hið frjálslynda fulltrúalýðræði getið af sér samfélög þar
sem almenn upplýsing, tiltölulegt jafnræði og sæmilegur þjóðfélagsfrið-
ur dregur úr nauðsyn þeirra skilyrðinga sem í því felast. I þriða lagi hef-
ur velgengni þessara þjóðfélaga leyst úr læðingi öfl sem ógna einni af
grundvallarforsendum fulltrúalýðræðisins. Hér er átt við hina svonefndu
hnattvæðingu en vegna hennar er nú aflvaka allra helstu þjóðfélagsbreyt-
inga að finna utan lögsögu staðbundinna stjórnmála. Um leið hefur þeim
málum stórkostlega fjölgað sem ekki verða með neinu móti leyst innan
staðbundinna pólitískra kerfa. Aður en vikið er að áhrifum hnattvæðing-
ar á lýðræði er rétt að líta örlítið á hinar tvær fullyrðingarnar.
Lýðræðinu er ekki lengur ógnað af ólýðræðislegtun valkostum, hvorki
innanfrá né utanfrá. Menn finna að vísu í samtímanum ákveðnar ógnir við
29 Sjá tdl dæmis umfjöllun Russel Dalton, Susan Scarrow og Bruce Cain í grein þeirra:
Advanced Democracies and theNew Politics, Joumal ofDemocracy, 15. árg., 1. hefti,
jan. 2004, bls. 124—138. Þessir höfundar vitna meðal annars í þessu sambandi til nið-
urstaðna tveggja annarra fræðimanna; Mark Warren, Democracy and Association,
Princeton: Princeton University Press, 2001, og DickMorris, The New Prince: Mac-
hiavelli Updatedfor the Twenty-frst Century, New York: Renaissance Books, 2000.
69