Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 72
JON ORMUR HALLDORSSON
lýðræðið sem Bandaríkjamenn hafa kosið að berjast gegn með hnattræmii
baráttu gegn hryðjuverkum. Hryðjuverk eru hins vegar ekki ógn við
lýðræðið í þeim skilningi að þau séu valkostur \ið það og þótt barittan
gegn þeim sé háð í nafni lýðræðis virðist vera um að ræða tvö lítið tengd
íyrirbæri sem varpa hdu ljósi hvort á annað. Algengar yfirlýsingar stjóm-
málamanna um að hryðjuverkaárásin á Bandaríkin 11. september haíi ver-
ið árás á lýðræðið em í besta falli kjánalegar enda snerast engin af um-
kvörtunareínum hryðjuverkamannanna um lýðræði í Bandaríkjunum eða
annars staðar. Ef Bandaríkin hefðu ekki haft herstöðvar í Saúdí Arabíu,
sem er ekki lýðræðisríki, heldur gerspillt konmigsríki undir stjórn sjö þús-
und prinsa Saúdí ættarinnar, hefði árásin tæpast verið gerð. Engin samtök
hryðjuverkamanna berjast gegn lýðræði á Vesturlöndum, heldur berjast
þau flest gegn afskiptum einstakra ríkja á Vesmrlöndum af málefnum Mið-
Ausmrlanda eða landa annars staðar í heiminum. Lýðræði kemur hvergi
við sögu í því máli enda verða Vesturlönd ekki með neinni sannginú sök-
uð mn að hafa greitt göm lýðræðisins í viðkomandi heimshlutmn.
Hnattrænir sigrar hins frjálslynda fulltrúalýðræðis hafa haft það í för
með sér að stjórnmálabarátta á Vesturlöndum snýst ekki lengur um
grundvallaratriði stjórnskipulagsins. Þótt kenningar Fukuyama30 um
endalok pólitískra átaka um grundvallaratriði í skipan samfélagsins sýnist
glannalegar, benda þær til einnar af mikilvægustu staðreyndum í stjórn-
málum samtímans, gjaldþrots allra valkosta við hina almennu hugmynd
um frjálslynt lýðræði. Menn era þannig ekki lengur beðnir að velja á
milli gerólíkra kosta. Þótt valið hafi oft verið óraunverulegt eða stórlega
ýkt á tímum kalda stríðsins fer ekki hjá því að þetta breyti verulega
áherslum í stjórnmálum og um leið hlutverki stjórnmálaflokka og stjórn-
málamanna. Sú var til dæmis tíðin hér á Islandi, svo dæini sé nefnt, að
borgarstjórnarkosningar í Reykjavík virtust snúast meira um hörmungar
kommúnismans í Sovétríkjunum eða grimmd kapítalismans en um dag-
heimilispláss eða skipulag umferðar eins og sveitarstjórnarpólitík gerir í
flestum löndum. Þegar kosningar hætta að snúast um baráttu á milli
harðsnúinna fylkinga um ímynduð eða raunveruleg grandvallaratriði í
þjóðfélagsskipaniimi eykst líklega áhugi manna á því að hafa beinni áhrif
á úrlausnarefhi í stjórnmálum. Þjóðaratkvæðagreiðslur hafa líka orðið
mun tíðari víðast hvar en áður var. Með því er ekki sagt að menn vilji af-
30 Francis Fukuyama, Tbe End of History and the Last Man, London: Penguin Books,
1992.
7°