Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 73
ER FULLTRÚALÝÐRÆÐIÐ AÐ VESLAST UPP?
nema fulltrúalýðræðið, heldur að þeir vilji bæta úr göllum þess með
nýjum aðferðum.
A síðustu misserum hefur ýmislegt orðið til þess að ýta undir umræður
um eðh lýðræðisins, sérstaklega í Evrópu. Gagnrýnin birtist með ýmsu
móti en hún virðist oftar en ekki snúast um tilfinningu manna fýrir vax-
andi innihaldsleysi kosningabaráttu sem dregur úr hlutverki kjósenda og
þar með úr virkni lýðræðisins. Hún virðist einnig snúast um tilfinningu
fyrir vaxandi gjá á milli almennings og stjómenda samfélagsins. Að und-
anfömu hefur innrásin í Irak líka orðið til að ýta undir umræður um eðli
lýðræðisins en nokkur Evrópuríki tóku beinan þátt í innrásinni eða studdu
hana þótt ljóst væri að þorri kjósenda væri innrásinni andsnúinn.
Stríðið í Irak hefur líklega orðið til þess að veikja, í augum almennings,
ein af sterkustu rökum samtímans með fulltrúalýðræði, þau að viðfangs-
efiú í þjóðmálum séu svo flókin og hagsmunimir svo margslungnir að ein-
ungis sé á færi hinna fáu að ráða ffam úr þeim. Sú tilfinning ríkir í álfunni
að skoðanir almennings hafi í þessu máli verið reistar á sterkari og gildari
rökum en skoðanir ráðamanna og að þeir hagsmunir sem réðu ferð hafi
af siðferðilegum ástæðum ekld átt að ráða. Hugsanlegt er að deilur um
fjölmiðlalög á Islandi hafi haft einhver áhrif til svipaðrar áttar hér á landi.
Rökin með fulltrúalýðræðinu snúast að þessu leyti um þá staðhæfingu
að nútímasamfélög séu í senn svo stór, flókin og margskipt að rökræður,
prútt og samningar á milli stjómmálamarma og hagsmunaaðila séu
heppilegri leiðir til að finna skynsamlegar og ábyrgar lausnir en almenn-
ar atkvæðagreiðslur um einfalda kosti. Margir vara sérstaklega við því að
minnihlutahópum stafi hætta af beinu lýðræði og segja að nútímasamfé-
lög séu svo sundurleit að of mikil fjarlægð sé á milli þjóðfélagshópa til að
þeir virði hagsmuni hvers annars. Niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslna í
vestrænrun samfélögum hafa hins vegar almennt ekki stutt þessi rök, þótt
dæmi megi að sjálfsögðu finna um að lýðskrum hafi ráðið ferð en slíkt
mun einnig henda í þingkosningum. Almenningur hefur yfirleitt sýnt
íhaldssemi og yfirvegun og fá dæmi eru um að fordómar gegn minni-
hlutahópum hafi ráðið niðurstöðum í þjóðaratkvæðagreiðslum. Sviss-
lendingar, sem kjósa oftar en aðrir, og búa í samfélagi þar sem fimmti
hver vinnandi maður er údendingur, höfhuðu til að mynda löggjöf sem
sniðin var að því að takmarka réttindi erlendra manna í landinu.
Rökin gegn beinu lýðræði virðast eiga sérlega illa við um Island sem
er lítið, einsleitt, sæmilega upplýst og nær óskipt samfélag í samanburði
7i