Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 74
JON ORMUR HALLDORSSON
við önnur þjóðfélög. Engu að síður eru íslendingar ein örfárra þjóða í
Evrópu sem aldrei frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar hafa notað þjóð-
aratkvæðagreiðslu til úrskurðar um mikilvægt deilumál í stjórnmálmn.
Almenn efnisleg rök virðast því ekki ráða ferðinni að þessu lejm, heldur
miklu fremur sögtdeg mótun stjórnmála í hverju landi fyrir sig. A Islandi
kann til dæmis sérstök umræðuhefð mn þingræðið að ráða nokkru.
Frelsi ogjafnrétti
Hugmyndin um lýðræði hvílir í reynd á tveimur öðrum hugsjónum, ami-
ars vegar um frelsi fólks og hins vegar um jafrrrétti borgaranna. An ein-
hvers konar lágmarks jafnréttis á milh manna og almenns frelsis er
lýðræði greinilega meiningarlaust. Hversu mikið jafnrétti þarf að ríkja,
og á hvaða sviðum, til að lýðræði geti talist vera virkt er auðvitað efriivið-
ur langvarandi deilna sem aldrei verða útkljáðar. A milli jafhréttis og
lýðræðis er tæpast spennuafstaða, ef svo má að orði komast, því að aukið
jafnrétti dregur varla úr lýðræði, þótt það geti dregið úr efhahagslegu
frelsi manna. A milli frelsis og lýðræðis ríkir hins vegar speima. Sumir
tala um þessa spennu sem þverstæðu lýðræðis og frjálslyndis.31 Þessi
þverstæða er hins vegar þeirrar náttúru að erfitt er að sjá hvernig lýðræði
og einstaklingsfrelsi hefðu þrifist eða þróast án hvors annars síðustu tvær
aldirnar. An almenns frelsis er lýðræði óhugsandi en mjög mikið einstak-
lingsfrelsi getur hins vegar augljóslega dregið úr hlutverki lýðræðisins.
Því meiri sem áherslan er á frelsi einstaklingsins, því færri svið koma til
lýðræðislegra ákvarðana samfélagsins. Þróunin heffrr \ríðast hvar í heim-
inum verið sú að menn taka afstöðu til fleiri mála en áður sem neytend-
ur og færri sem kjósendur.
Þingræði og fulltrúalýðræði uxu uppúr jarðvegi þar sem menn völdu
frelsi frekar en lýðræði. Þessi áhersla á frelsi umfram lýðræði ruddi í raun
braut lýðræðisins því ef frelsið hefði ekki skotið svo gildum rótum sem
það gerði hefði lýðræði hvorki verið aðlaðandi né lífvænlegt. Ahugamenn
um lýðræði og jafnrétti geta því sennilega verið þakklátir fyrir að ráðandi
menn á sínum tíma tóku frelsið fram yfir bæði jafnrétti og lýðræði.
Saga síðustu alda er ekki síst saga baráttu fyrir þessum þremur gildum,
31 A meðal þeirra sem nefna samband frjálslyndis og lýðræðis þverstæðu má nefna D.
Beetham, Liberal Democracy and the Limits of Democratization, Political Sttidics,
40. árg., sérhefri: Prospectsfor Deviocracy, bls. 40-53, 1992.
72