Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 77
ER FULLTRUALYÐRÆÐBÐ AÐ VESLAST UPP?
menningarlega og pólitíska eru í reynd ekki lengur hin sömu og landa-
mæri þjóðríkdsins.34 Audnnulíf, menning og stjómmál hafa auðvitað lengi
mótast af alþjóðlegum aðstæðum og áhrifum en með hnattvæðingunni
gerist þetta með áður óþekktum hætti hvað varðar hraða, umfang, víðfemi
og dýpt. Þetta hefur verið orðað svo að nú á dögum sé valdið hnattrænt
og óstaðbundið en stjómmálin svæðis- og átthagabundin.35
Hver sem skoðun mairna kann að vera á þeim ferlum eða fyrirbærtun
sem kennd em við hnattvæðingu eða alþjóðavæðingu, verður því tæplega
á móti mælt að nú eiga sér stað samtímis um allan heiminn víðtækar,
djúpstæðar, stundum byltingakenndar og innbyrðis tengdar breytingar,
sem móta með svipuðum hætti, en með óKkum afleiðingum, allar grein-
ar atvinnuh'fs, þjóðhfs og menningar allt í kringum hnöttinn. Menn hafa
komið orðum að þessari þróun með ýmsum hætti en andstæðingar og
stuðningsmenn hnatt\ræðingar greinir hins vegar yfirleitt ekki á um mik-
ilvægi hennar. Baráttumaður gegn fyrirbærinu orðaði þetta á þá leið að
hnattvæðingin hefði í för með sér mestu umsköpun stjómmála og at-
vinnubfs á plánetunni frá iðnbyltingunni,36 en fvrrum forstjóri Heims-
viðskiptastofmmarinnar lýsti hnattvæðingunni sem þeim vemleika sem
yfirgnæfði allt annað á jörðinni. I öllum samfélögum, jafnvel þeim
stærstu og öflugustu, sýnast breytingar koma utan frá eða í það minnsta
vera knúnar áfram af kröftum, ferlum og fyrirbærum sem liggja utan lög-
sögu innlendra stjómmála. En máhð er þó flóknara.
Skilningur manna á hugtakinu hnattvæðing er ólíkur og skilningur á
þeim ferlum sem orðinu er ætlað að vísa til, tengja saman og jafiivel
skýra, er enn sundurleitari. Þetta er ekki að tmdra, því þama standa menn
frammi fyrir margslungnu fyrirbæri sem á sér margar rætur og hefur hin-
ar óKkustu afleiðingar. Einn af þekktari kenningasmiðum fræðaheimsins
um hnattvæðingu hefur líka lýst umræðunni um fyrirbærið með þeim
hætti að hún einkennist af „óskýrleika, ósamkvæmni, raghngi, einföldun-
34 Meðal margra fræðimartna sem hafa fjallað um þetta er Ulrich Beck, sjá til dæmis
What is Globalization?, Cambridge: Pohty Press, 2000 (þýðing á bókinni Was ist Glo-
balisienmg, Suhrkamp Verlag, 1997).
35 Zygmunt Batunan, Lýðræði á tvennum vígstöðvum, íslensk þýðing á greininni
Democracy on two Battlefronts, í bók Hjálmars Sveinssonar og Irmu Erlingsdóttur
(ritstj.) Framtíð lýðræðis á tímum hnattvæðingar, Reykjavík: Bjartur og Reykjavíkur-
akademían, 2000, bls. 81.
36 Jerry Mander, Facing the Rising Tide, í J. Mander o.fl. (ritstj.), The Case Against the
Global Economy, San Francisco: Sierra Club Books, 1996, bls. 3.
75