Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 78
JÓN ORMUR HALLDÓRSSON
um, ýkjum, óskhyggju, ónákvæmni í notkun hugtaka, skorti á vísindaleg-
um sönnunum, pólitískri einfeldni og sögulegri og menningarlegri van-
þekkmgu.37 Skilgreining þessa fræðimanns sjálfs á hnam'æðingu, að hún
sé vöxtur á rými utan landffæðilegs veruleika38 er hins vegar fjarri því að
vera óumdeild.39
Algengasta notkun hugtaksins er líklega sem heiti á þróun tdl stórauk-
innar alþjóðlegrar samtengingar og samþættingar í amnnulífi, efhahags-
lífi, þjóðlífi, menningu og stjómmálum. Agætt dæmi um skilgreiningu
sem fellur vel að þessari almennu notkun þess má finna í bók Samuel
Kim um hnattvæðingu í Austur-Asíu. Hann segn hnattvæðingu vera:
„Röð flókinna, sjálfstæðra en tengdra ferla sem breiða út, styrkja og
hraða hnattrænni samtengingu í öllum greinum manrdegra samskipta og
viðskipta með þeim afleiðingum að atburðir, athafnir og ákvarðanir í ein-
um hluta heimsins hafa umsvifalaust áhrif á einstaklinga, hópa og ríki í
öðrum hlutum heimsins.“4í)
Margir nota hugtakið einungis til að lýsa hreyfiöflum nýs hnattræns
hagkerfis sem er að breyta umhverfi og rökum viðskipta í heiminum41, á
meðan aðrir nota hugtakið með mun afstæðari og um leið víðtækari
hætti. Þá virðist oftast vaka finir mönnum að nýta hugtakið til skilmngs
á víðtækum áhrifum samþjöppunar tíma og vegalengdar, upplausn land-
fræðilegra takmarkana, eða þá aftengingu fi’rirbæra frá landffæðilegum
veruleika.42 Efnahagslegt og félagslegt rými, segja menn, verður sífellt
óháðara þeim takmörkunum rúms og tíma sem áður mótuðu það í
grundvallaratriðum.
Ef til vill má orða það svo að áhrif hnattvæðingar séu fyrst og ffemst
sívaxandi mótun alls hins staðbundna og sérstaka af hinu alþjóðlega og
almenna. Áhrif hennar teygja sig inn á svo mörg svið að í umræðunni um
37 Jan Aart. Scholte, Globalization, London: Macmillan, 2000.
38 Sama heimild.
39 Sjá til dæmis Justin Rosenberg, sem telur hugtakið ónothæft og allar skilgreiningar
á því lítils virði en hann helgar skilgreiningu Scholte heilan kafla í bók sinni og finn-
ur henni margt til foráttu, Follies of Globalization Tbeoiy, London: Verso, 2000.
40 Samuel S. Kim, East Asia and Globalization - Challenges and Responses, New York:
Rowman and Littlefield Publishers, 2000, bls. 10.
41 Sjá til dæmis P. Dicken, Global Shift - Transforming the World Economy, 3. útg., Lond-
on: Chapman, 1998.
42 Sjá til dæmis D. Harvey, The Condition of Post-Modemity, Oxford: Basil Blackwell,
1989 og Anthony Giddens, The Conseqnences ofModernity, Cambridge: Polity Press,
1990.
76