Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 79
ER FULLTRUALYÐRÆÐIÐ AÐ VESLAST UPP?
hnattvæðingu taka menn ekki einungis afstöðu til frelsis í alþjóðavið-
skiptum heldur lýtur afstaða þeirra um leið, meðvitað eða ómeðvitað, að
grundvallaratriðum í skipan efhahagslífsins, uppbyggingu velferðarkerf-
is, þróunar þjóðríkisins, hlutverks ríkisvaldsins, þróunar þjóðmenningar,
frelsis einstaklinga og þróunar alþjóðakerfisins.
Algengasta kenningin um hnattvæðingu og lýðræði er sú að hnattvæð-
ingin hafi haft það í för með sér að kjósendur séu ekki lengur spurðir um
nein meginatriði. Ein þekktasta útfærsla þeirrar kenningar birtist í
myndhverfingu Thomas L. Friedmans sem segir að ríki samtímans séu
komin í „gullna spennitreyju“.43 Spennitreyjan, segir Friedman, þýðir að
ríki heims hafa í reynd ekkert val lengur um pólitíska stefnumótun og
verði þess í stað öll að fylgja sömu meginstefnunni. Gylltur litur spenni-
treyjunnar vísar svo til þeirrar skoðunar Friedmans að stefnan sé skyn-
samleg og að hún leiði til hagvaxtar og almennrar velsældar.
Kenning Friedmans um endalok raunverulegra valkosta í stjórnmálum
er greinilega mikil einföldun á veruleikanum. Ef litið er til þeirra ríkja
heimsins sem opnust eru fyrir áhrifum hnattvæðingar og mestan hagnað
hafa haft af henni kemur í ljós að þau fylgja engri einni stefnu í þjóðmál-
um. Nokkur af þessum ríkjum leggja svo háa skatta á einstaklinga og at-
vinnulíf að meirihluti þjóðartekna rerrnur í gegnum ríkissjóð. Sú mynd
blasir raunar við að mikill meirihluti alþjóðavæddustu ríkja heimsins eru
jafhframt þau ríki veraldar sem leggja hæsta skatta á borgara sína og at-
vinnulíf og greiða verkafólki hæst laun. Hollendingar, Svíar og Danir,
svo nokkrar þjóðir séu nefndar, geta kosið stefnu í þjóðmálum sem í
Bandaríkjunum væri talin hinn argasti og ótrúlegasti sósíalismi án þess að
það komi niður á atvinnulífi þessara landa, sem öll laða til sín mikla er-
lenda fjárfestingu. Kenning Friedmans og fleiri manna, sem í einu eða
öðru formi er endurtekin athugasemdalítið í nánast allri umræðu um
hnattvæðingu allt í kringum heiminn, virðist því ekki standast. Það sama
má segja um kenningar sem segja að fyrirtæki heimsins séu á endalaus-
um flótta undan háum sköttum, háum launum verkafólks og íþyngjandi
reglugerðum. Ef málið væri svo einfalt myndi erlend fjárfesting ekki
streyma til Belgíu, Hollands og Norðurlanda.
Ljóst má hins vegar vera að hlutverk ríkisvaldsins hefur breyst á síð-
ustu árum vegna hnattvæðingarinnar og eins að sú stefna í viðskiptum og
atvinnumálum sem ríki heims fylgja verður sífellt einsleitari. Um leið eru
43 Thomas L. Friedman, Lexus and the Olive Tree, London: HarperCollins, 2000.
77