Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 85
FRÁ FULLTRÚALÝÐRÆÐITEL ÞÁTTTÖKULÝÐRÆÐIS
út tugir bóka, sérrita og fræðigreina um þau efni sem tekin voru fyrir.
Danska neíndin var einhuga og komst að þeirri meginniðurstöðu að
lýðræði í Danmörku væri við góða heilsu þótt ýmislegt mætti betur fara.
Þeirri niðurstöðu var ekki tekið þegjandi og hljóðalaust og hefur nefhd-
in verið harðlega gagnrýnd af hópi ffæði- og stjórnmálamanna. Einkum
var það gagnrýnt að nefndin lét rannsókn á efoahagslífinu, völdum þess
og áhrifum á samfélagið að mestu leytd hjá líða en fleiri þættir voru
einnig teknir fyrir.7 Norska úttektin gerir aftur á móti rækilega grein fyr-
ir þeim breytingum sem orðið hafa á efnahags- og atvinnulífi og hvaða
þýðingu þær hafa fyrir möguleika ríkisins til að stýra efhahagsmálum og
fyrir þróun lýðræðis.8
Norska nefhdin klofhaði og skiluðu konurnar tvær hvor sínu sérálitd.
Niðurstöður norsku nefndarinnar voru að mínum dómi gagmýnni en
þeirrar dönsku. Uttektir beggja þjóða hafa vakið mikla athygli og um-
ræður bæði heima og erlendis enda eru jafh umfangsmiklar og ítarlegar
rannsóknir á valdi og lýðræði nánast einsdæmi.9
Valda- og lýðræðisúttekt var gerð í Svíþjóð undir lok níunda áratugar-
ins og var herrni síðan fylgt efiár með stefhumótun, tillögum og frekari
rannsóknum. Sagnfræðingurinn Yvonne Hirdman setti fram athyglis-
verðar kenningar í kjölfar þeirrar úttektar um kynjakerfið (genussystem-
et) og kynjasamninginn (genuskontrakten) til að skýra mismunandi valda-
hlutföll karla og kvenna í sænsku samfélagi.10 Kenningar hennar hafa
haft mikil áhrif á kynja- og valdaumræðuna síðastliðin 15 ár enda snúast
þær ekki síst um hið ófullkomna lýðræði sem útdlokar konur með sýni-
legum og ósýnilegum hindrunum. Þess má geta að Hirdman hefur
blandað sér í umræðuna um lýðræði og vald á Norðurlöndum í ljósi
hinna nýju úttekta í Noregi og Danmörku.11
Sænska ríkisstjórnin stofhaði lýðræðisnefhd árið 1997 sem lagði fram
7 Magt.dk - Kritik af Magtadredningm (2004) Ritstj. Jorgen 011egárd og Mogens Ove
Madsen. Frydenlund. Sjá einnig www.kritikafinagt.dk og Politiken, 6. mars 2004.
8 Makt og demokrati. Sluttrapport fra Makt- og demokratiutredningen 1998-2002,
(NOU 2003:19).
9 Stein Ringen (2004). „The message from Norway“, Times Literary Supplement, 13
febrúar.
10 Yvonne Hirdman (1988), „Genussystemet - reflexioner kring kvinnors sociala und-
erordning“, Kvinnovetenskaplig tidskrift 9 (3), bls. 49-63.
11 Yvonne Hirdman (2003), „Könsmakt under förándring“, Nyhetsbrev, Netværk for
nordisk velferdsstatshistiorie nr. 18, bls. 10-15.
83