Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Síða 87
FRÁ FULLTRÚALÝÐRÆÐITIL ÞÁTTTÖKULÝÐRÆÐIS
lagskerfi Norðurlanda. Þá er það viðbótarlýðræði (tilleggsdemokratá) sem
felur í sér ýmis þau form sem lýðræðisleg umræða getur tekið á sig utan
fulltrúalýðræðisins t.d. umræða um mannréttindi, neytendalýðræði, loft-
vogarlýðræði (barometerdemokrati), aðgerðalýðræði o.fl. Þá má neína
hugtak sem Svíar eru að kynna, einstaklingsvald (egenmakt) sem tengist
mannréttindahugtakinu. Aður en vikið verður að lýðræðisumræðunni
verður þallað um lýðræðishugtakið og þróun þess í norrænu og evrópsku
samhengi.
Lýðræðishugtakið
Arið 1649 var höfuðið höggvið af Englandskonungi og aftaka hans var
tákn þeirra tíma sem koma skyldu. Barátta fýrir auknum lýðréttindum
var að heþast í Evrópu en hún var á kostnað þess valds sem konungar, að-
all og klerkar höfðu hrifsað til sín í tímans rás. Aftaka konungs sendi þau
skilaboð til konunga og keisara álfunnar að völd þeirra byggðust á því að
ofbjóða ekki íbúum lands síns með valdníðslu, styrjöldum og vitlausum
ákvörðunum. John Locke settist við skriffir undir lok 17. aldar, m.a. til
að skilgreina rétt fólksins til að rísa upp gegn óréttlátum stjórnvöldum.
Hann lagði þar með hornstein að umræðum um rétt einstaklinganna til
frelsis, lífs og eigna, byggðan á samfélagssáttmálanum, samningnum milli
þjóðar og valdhafa. Englandskonungar skildu sneiðina og leituðu sátta
með því að færa þinginu aukin völd en í nágrannaríkinu Frakklandi
handan sundsins ríktu kóngar og aðall sem böðuðu sig í sól meðan rík-
inu blæddi enda kölluðu þeir yfir sig stjórnarbyltingu rúmri öld eftir að
Englandskóngur missti höfuð sitt.15 A átjándu öld mótuðust hugmyndir
um æskilegt stjórnarfar og réttindi þegnanna16 en þær voru síðar skjal-
festar í sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna 1776 og síðar í stjórnarskrá
landsins. Þær lágu einnig til grundvallar mannréttindayfirlýsingu frönsku
byltingarinnar 1789 og þeim stjórnarskrám sem fýlgdu á eftir allt ffam á
daga Napóleons keisara. Þær hugmyndir fólu í sér að taka átti vald ffá
15 Kurt Ágren (1986), Saga mannkyns, ritxöð AB, 8. bindi, bls. 117-20, 167-72, 212-13.
16 Eg nota hér orðið þegn yfir það sem á ensku er kallað citizen. Bandaríski sagnfiræð-
ingurinn Joan Wallach Scott hefur m.a. rannsakað merkingu hugtaksins þegn (borg-
ari) og sýnt fram á að á 18. öld og framan af þeirri 19. náði það eingöngu til karla í
orðræðu stjómmálanna. Kvenréttindabaráttan fólst ekki síst í því að fá konur viður-
kenndar sem þegna með öll borgaraleg réttindi. Joan Wallach Scott (1996), Only
Paradoxes to Offer, Cambridge University Press: Cambridge.
85