Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Síða 88
KRISTÍN ÁSTGEIRSDÓTTIR
sérréttindahópum og færa það til þeirra karlkyns borgara sem uppfylltu
ákveðin skilvrði t.d. um eignir, jafhframt því að tryggja ákveðin mann-
réttindi. Skilja átti að meginstoðir ríkisvaldsins, löggjafarvald, fram-
kvæmdavald og dómsvald í samræmi við kenningar ffanska lögspekings-
ins Montesquieu, þannig að þessi þrjú valdsvið hefðu taumhald hvert á
öðru og tryggðu þannig lög og rétt.1
Nítjánda öldin var tími mikilla átaka og umbyltinga, tími fjöldahreyf-
inga sem flestar beittu sér fyrir lýðræði, jafhrétti og jöfhuði, en sú barátta
skilaði smátt og smátt árangri. Þar höfðu kemiingar sósíalistanna Marx og
Engels um baráttu fyrir réttlátara þjóðfélagi og byltingu öreiganna mikil
áhrif. Eins lögðu þau Harriet Taylor og John Stuart Mill kvennahreyfing-
unni vopn í hendur með skrifum sínum um kúgun kvenna.18 Tuttugasta
öldin var ekki síður tími félagshreyfinga sem víða höfðu mikil áhrif, t.d.
verkalýðshreyfingin á Norðurlöndum og kvennahreyfingin um allan hinn
vestræna heim. Hún var líka öld sjálfstæðisbaráttu ríkja, alþjóðastofnana,
yfirlýsinga og sáttmála um mannréttindi. Smám saman hefur hugmyndin
um lýðræðisþjóðfélagið sem er órjúfanlega tengt virðingu fyrir mamirétt-
indum orðið ríkjandi. Ríkið þar sem vilji meirihlutans ræður, tillit er tek-
ið til minnihlutans og réttindi ákveðinna hópa tryggð, t.d. kvemia og
þjóðernisminnihuta, er hið æskilega stjórnarfar, þótt misjafhlega gangi að
koma því í framkvæmd.19 Þótt lýðræði hafi víða náð fótfestu verður tutt-
ugasta öldin seint kölluð öld lýðræðis og mannréttinda, því hún var ein-
hver blóðugasta, grimmasta og öfgafyllsta öld mannkynssögunnar með
risi og falli einræðisríkja og hugmyndakerfa sem voru ákaflega andsnúin
almannavaldinu og réttindum einstaklinganna.20
A þeim rúmlega þrjú hundruð árum sem liðin eru frá því að hugsuðir
tóku að þróa hugmyndina um lýðræðisþjóðfélagið hefur hún breyst mikið.
I upphafi snerist hún um rétt lítils hóps hvítra karla til ákveðinna grund-
vallarmannréttinda, rétt þeirra til að verja líf sitt og eignir, hafa áhrif á
17 Káre Tönnesson (1986), Saga mannkyns. Ritröð AB, 9. bindi, bls. 155-71, 193-99,
209-31. - Gunnar Skirbekk og Nils Gilje (1999), Heimspekisaga, Háskólaútgáfan:
Reykjavík, bls. 377-379.
18 Karen Offen (2000), European Feminisms 1100-1950. A Political Histoiy. Stanford
University Press: Palo Alto, bls. 119, 139-41.
19 Þessar hugmyndir einkenna samþykktir ffá mannréttindaráðstefnu S.Þ. í Vín 1993,
mannfjöldaráðstefnu S.Þ. í Kairó 1994, félagsmálaráðstefnu S.Þ. í Kaupmannahöfn
1995 og kvennaráðstefnu S.Þ. í Peking 1995. www.un.org.
20 Eric Hobsbawm (1999), Öld öfganna. Mál og menning: Reykjavík, bls. 17-29.
86