Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Síða 89
FRÁ FULLTRÚALÝÐRÆÐITTL ÞÁTTTÖKULÝÐRÆÐIS
stjóm ríkisins, kjósa fulltxúa sína í ffjálsum kosningnm og ráða hvemig
skatttekjum væri varið. Aherslan var á fulltníalýðræði. Ymsar hugmyndir
vom á lofri um æskilegt fyrirkomulag kosninga, ýmist um beint lýðræði þar
sem fulltrúar og jaíhvel embættismenn væm kosnir án milhhða, eða óbeint
lýðræði þar sem kjörmönnum er fahð að velja, eins og kjöri forseta Banda-
ríkjanna er enn háttað.211 Sviss þróaðist hefð fyrir beinum kosningum þar
sem mikill þöldi mála er lagður í dóm kjósenda í almennum atkvæða-
greiðslum og einstakar stjómsýslueiningar, kantónur, hafa mikið sjálfræði.
Strax árið 1776 komu fram athugasemdir í Bandaríkjunum um nauð-
syn þess að tryggja réttindi kvenna til áhrifa og þátttöku en á slíkt var
ekki hlustað.22 Bandaríkin vom þrælaþjóðfélag rétt eins og hin dáða
Aþena til foma. Konur og þrælar vom eign hvítra karla. Sömu sögu er að
segja frá Frakklandi og Englandi á tímmn frönsku byltingarinnar þar sem
konur kröfðust réttinda og fengu um sinn. Þessi réttindi vora þó síðar
dregin til baka og kvenréttindakonur sættu aðsúgi ef þær vom þá ekki
leiddar á höggstokkinn.23 Aukin lýðréttindi lutu ffaman af að því að
stækka hóp kosningabærra karla, sbr. hreyfingu Chartista í Bretlandi um
miðja 19. öld sem beitti sér fyrir kosningarétti verkamanna.24 Reynt var
að tryggja tjáningar-, skoðana-, félaga- og prentffelsi, m.a. í stjómar-
skrám, þannig að sem flestir karlar gætu tekið þátt í þjóðfélagsumræð-
unni og hinir ýmsu skoðana- eða stéttahópar gætu skipulagt sig í félög-
um.25 Þá hafði baráttan fyrir afnámi þrælahalds í Bandaríkjunum mikil
áhrif á lýðræðis- og mannréttindaumræðuna, ekki síst á baráttu kvenna.
Upp úr miðri 19. öld hófst skipulögð réttindabarátta kvenna fyrir alvöru
í Evrópu og N-Ameríku og nutu þær góðs af því tjáningar- og félagafrelsi
sem þegar var komið á. Þegar konur fengu kosningarétt um og eftir fyrri
heimsstyrjöldina nánast tvöfaldaðist tala kjósenda og um leið vom þeim
tryggð sömu mannréttindi og körlum víðast hvar.26 Réttindum kvenna
21 Tönnesson (1986), bls. 197-99.
22 Gerda Lemer (1993). The Creation ofFeminist Conscimisness. Oxford University Press
Inc.: New York, bls. 9.
23 Sama heimild, bls. 137. - Women in World History - A Biograpbical Encyclopedia
(1999). Anne Commire og Deborah Klezmer (ritsrj.), 6. bindi, bls. 417-20.
24 Dorothy Thompson (1982). „Ahrif kvenna í Chartistahreyfingunni á 19. öld“. Sagn-
ir, bls. 47-55.
25 Lars Ame Norborg (1987). Saga mannkyns. Ritröð AB, 11. bindi, bls. 177-89,
197-201.
26 Karen Offen (2000), European Feminisms 1700-1950. A Political History. Stanford
Unrversity Press, bls. 110—12, 154-81, 223-24, 226-27, 261-64.
87