Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Side 91
FRÁ FULLTRÚALÝÐRÆÐI TIL ÞÁTTTÖKULÝÐRÆÐIS
taksins og því var bókinni ætlað að skerpa skilning Norðurlandabúa á
lýðræðisumræðunni.30 I bókinni er þallað um þjóðfélagsgerð þessara
þriggja landa, þróun lýðræðis, stjórnmálaflokka, fjöldahreyfingar og hin
margvíslegu vandamál sem lýðræðið stendur frammi íyrir, alit frá upp-
eldi ungdómsins til samhengis lýðræðis og trúarbragða. Þarna voru þeg-
ar komin fram þau málefni sem valda hvað mestum áhyggjum nú um
stundir, staða og hlutverk stjórnmálaflokka, áhrif félagshreyfinga, fjöl-
miðlar, áhrif atvinnu- og efnahagslífs, sjálfstæði sveitarfélaga, velferðar-
kerfið ogýmsir veikleikar lýðræðisins svo sem meint áhugaleysi almenn-
ings á stjórnmálum.31
I samantekt dönsku valdanefndarinnar ffá 2003 er þróun lýðræðishug-
taksins rakin eins og hún hefur birst í skrifum danskra ffæðimanna ffá því
um miðja síðustu öld og er einmitt byggt á skrifum þeirra Alf Ross og
Hal Koch. Nefndin lýsir umræðunni sem svo að tveir pólar hafi löngum
tekist á: fulltrúalýðræði og þátttökulýðræði. Islendingar byggja lagahefð
og stjómskipan ríkisins að miklu leyti á dönskum hefðum og því er ekki
úr vegi að skoða hvemig Danir skýra þróunina.
Lagaprófessorinn Alf Ross lýsti lýðræðinu árið 1946 sem aðferð, leið til
að stjóma. Lýðræðisþjóðfélag var að hans mati ríki þar sem vald fólksins
fólst í almennum kosningarétti sem beitt var reglulega í kosningum og at-
kvæðagreiðslum um ákveðin málefni. Því fleiri kjósendur, því fleiri mál-
effd og því meiri áhrif almennings, því meira lýðræði.32 Hugmyndir hans
vom á mjög svipuðum nótum og hjá sérfræðingum Sameinuðu þjóðanna
með áherslu á kosningar og kjöma fulltrúa. Hann átti reyndar efdr að
veha vöngum yfir takmörkunum fulltrúalýðræðisins í ljósi þeirrar þróun-
ar sem varð í Austur-Evrópu í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari eins og
sjá má í grein hans í Nordisk demokrati. Þar benti hann á að t.d. í Sovét-
ríkjunum væri kosið en stjómin væri alræðisstjóm sem teldi sig hafa rétt
til að hafa vit fyrir þegnunum. Fulltrúalýðræðið virkaði því ekki sem
skyldi þar á bæ. Hann velti fýrir sér hvort rétt væri að setja ítarlegar regl-
30 Nordisk demokrati (1949), ritstj. Alf Ross og Hal Koch, Kjabenhavn, bls. XIV-XVI.
Því nhður vitna höfundar hvorki til fxæðimanna né bóka þannig að erfitt er að sjá á
hvaða hugmynduxn eða kenningum þeir byggja. Greinamar eru settar upp sem hug-
leiðingar viðkomandi höfunda.
31 Chr. A.R. Chnstensen (1949), „Det kompliserte samfunn og demokratiet“, Nordisk
demokrati, bls. 423-429. Það væri verðugt verkefni að bera efni bókarinnar saman
við niðurstöður norsku og dönsku úttektanna.
32 Demokratiske tidfordringer (2003), bls. 12.
89