Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Qupperneq 92
KRISTIN ASTGEIRSDOTTIR
ur sem auðvelduðu þegnunum að tryggja að kjömir fulltrúar virtu vilja
fólksins, eins konar eftirlit sem beitt væri oftar en á fjögurra ára ffesti.33
Samkvæmt hugmyndum guðfræðiprófessorsins Hal Koch, en hann
skrifaði bókum lýðræði árið 1945, nægja kosningaréttur og almennar at-
kvæðagreiðslur alls ekki tál að tryggja lýðræði. Hvorttveggja á að vera til
staðar en getur snúist upp í kúgun meirihlutans á minnihlutanum ef
meirihlutinn beitir valdi sínu án tdllits til minnihlutans. I kenningum
Kochs var umræðan lykilatriði. Hann taldi að lýðræði krefðist opinberrar
umræðu, þar sem mismunandi skoðunum væri teflt frain, þær vegnar og
metnar og ákvörðrm tekin út frá því sem væri skynsamlegast og best fýr-
ir sem flesta.34 Skoðanir hans voru byggðar á þróuninni í Sovétríkjunum
og reynslu millistríðsáranna er Þjóðverjar kusu yfir sig stjórn nasista sem
síðan beitti valdi sínu til að kúga landsmenn, útrýma minnihlutahópum
og margt ungt fólk hneigðist til fasisma.35
Segja má að skoðanir Kochs hafi smám saman orðið ofan á, með sí-
aukinni áherslu á virðingu fyrir skoðunum minnihluta, réttindum jaðar-
hópa, nauðsyn frjálsrar umræðu og skoðanamyndunar. Þar hafa kenn-
ingar fjölmargra fræðimanna frá síðustu áratugum um vald, lýðræði og
mannréttindi haft mikil áhrif. Þar má nefna kenningu Hönnu Arendt
um vald aðgerðanna, Habermas um samskiptavald, valdbönn (n. sanks-
jonert makt) og vald sameiginlegra aðgerða, John Rawls um réttlætið og
kenningar þeirra Foucault og Bourdieu um hið margslungna vald, fé-
lags- og menningarauð og viðhald valds innan ákveðinna hópa.36 Þá eiga
baráttuhreyfingar og hugmyndafræðingar, allt frá sjálfstæðishreyfingum
nýlendna í Afríku og Asíu, til kvennahreyfinga og feminiskrar gagnrýni,
mikinn þátt í endurmati á því hvað lýðræði felur í sér. I kjölfar allrar
þeirrar umræðu hefur mikil áhersla verið lögð á þátttöku almennings í
umræðum og ákvarðanatöku - þátttökulýðræðið. Það hvort fólk nýtir
lýðréttindi sín t.d. kosningarétt þvert á stéttir, stöðu og aðstæður, hvort
og hvernig fólk getur beitt sér og hversu vel er hlustað, er mælikvarði á
33 Alf Ross (1949), „Hvad er demokrati?“, Nordisk demokrati, bls. 191-206.
34 Demokratiske ndfordringer (2003), bls. 12-13. Sjá einnig greinar hans í Nordisk dem-
okrati (1949), „Demokrati og religion", bls. 366-76 og „Ungdomsopdragelsen", bls.
395^406.
35 Hal Koch (1949), „Demokrati og religion“ og „Ungdomsopdragelsen" í Nordisk
detnokrati, bls. 366-76, 395H-06.
36 Om makt. Teori og kritikk (1999), ritstj. Fredrik Engelstad. Ad Notam - Gyldendal,
bls. 43-96, 223-90.
9°