Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Side 93
FRÁ FULLTRÚALÝÐRÆÐITIL ÞÁTTTÖKULÝÐRÆÐIS
styrk lýðræðisins.37 Svíar leggja nú mikla áherslu á að ryðja hindrunnm
úr vegi en þær eru æði oft hluti af ósýnilegu valdi sem stýrist af kyni,
stétt, uppruna og efiiahagsstöðu. Þýski fræðimaðurinn Fritz Scharpf
bætir því við að lýðræði sem standa á undir nafin krefjist stjórnvalda sem
eru fær um að beita lausnum sem hafa almenna hagsmuni að leiðar-
ljósi.38 Niðurstaða dönsku nefndarinnar er sú að lýðræðislegt samfélag
einkennist af jöfnum pólitískum réttindum, frjálsri skoðanamyndun,
mikilh og dreifðri þátttöku almennings og virkum og ábyrgum stjóm-
völdum sem vinna í þágu almannahags og hlusta á þjóðina.39
Meirihluti norsku nefhdarinnar beitir svipaðri nálgun við að skilgreina
vald og lýðræði og sú danska. Þessi hugtök em skoðuð í ljósi sögunnar,
vaxandi alþjóðavæðingar, einstaklingshyggju og nýjustu kenninga. I áhti
meirihlutans segir að vald megi einkum skilgreina með þrennum hætti.
Fyrst er að nefha pólitískt vald sem getur verið í höndum mismunandi að-
ila, þings, sveitarstjóma, stjómmálaflokka og samtaka af ýmsu tagi. Þá er
það efnahagslegt vald sem getur fahst í mikilvægi atvinnuvega (sbr. ís-
lenskan sjávarútveg), stærð og áhrifiim fyrirtækja, eignarhaldi á auðlind-
um og markaðsstöðu. Síðast kemur svo hugmyndafræðilegt vald, áhrif og
viðhald ríkjandi hugmynda eða andóf gegn þeim, vald yfir gildismati,
sem og afstöðu og sjáhsskilningi fólks. Meiriblutinn segir að lýðræði
byggist ekki aðeins á að fela kjörnum fulltrúum að fara með vald í um-
boði ahnennings. Það byggi einrúg á því að réttindi einstakfinga séu
tiyggð t.d. af dómstólum, mismtmandi leiðum til þátttöku milli kosninga
og möguleikum fólks á að hafa áhrif sem borgarar, hagsmunaaðilar, neyt-
endur eða félagar í þrýstihópum. Nefhdin bendir á að í umræðum nú um
stundir sé lýðræðishugtakið einkum túlkað með fernum hætti, með
áherslu á: a) stjómskipan þar sem fuhtrúar em valdir af þegnunum, b)
réttindi þegnanna og réttarríkið, c) almenna og virka þátttöku borgar-
anna og d) sameiginlegt gildismat sem hafið er yfir mismunandi póhtísk-
ar stefiiur. Æskilegt er að allir þessir þættir séu til staðar í lýðræðisríki en
37 Regeringens skrwelse 2003/04:110, 11. mars 2004. Oll skýrslan og tdllögumar ganga
út á að auka þátttöku, jaínt í kosningum sem í annarri starfsemi sem snerdr steínu-
mótun og daglegt líf fólks. Það er athyglisvert að samkvæmt könnun sem sagt var
ffá í Dagens Nyheter 22. júlí 2004, telja 56% aðspurðra að fulltrúalýðræðið dugi al-
veg og að almenningur eigi sem minnst að skipta sér af landsmálum milli kosninga.
38 Fritz Sharpf (1999), Goveming in Europe: Effective and Democratic? Oxford: Oxford
Lniversity Press.
39 Demokratiske udfordringer, bls. 13-14.
91