Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 94
KRISTTN ASTGEIRSDOTTIR
hafa ber í huga hve staða lýðræðis er nátengd því hverjir fara með hinar
mismunandi tegundir valds, hvar og hvemig.40 Báðar nefndir leggja því
áherslu á að saman fari virkt fulltrúalýðræði þar sem hlustað er á borgar-
ana og öflug þátttaka almennings í mótun samfélagsins.
Vald og lýðræði í Noregi.
Tilefni þess að norska þingið ákvað að gera úttekt á völdum og lýðræði í
Noregi voru sem áður segir áhyggjur af dvínandi kosningaþátttöku, vax-
andi átök milli ólíkra menningarhópa og miklar breytingar í félags- og
efnahagslífi landsins. Meginmarkmið norsku valdanefndarinnar var þ\'í
að kordeggja þjóðfélagsbreytingar í Noregi undanfarna áratugi.41
Meirihlutinn komst að þeirri niðurstöðu að sótt væri að þjóðríkinu úr
ýmsum áttum.42 Þjóðríkið hefur til skamms tíma verið rammi utan um
réttarríkið, lýðræðið og velferðarkerfið, segir í álitinu. Ahrif alþjóðlegra
sáttmála og EES-samningsins á réttarkerfið eru að verða æ greinilegri,
en velferðarkerfið hefur hins vegar ekki látið á sjá, þökk sé ríkidæmi Nor-
egs en það verður sífellt að taka mið af nýjum aðstæðum. Stjórn ríkisins
er ekki orðin jdirþjóðleg en stjórnkerfið er að breytast og þar með
grunnur fulltrúalýðræðisins.43 Hér má minna á að Noregur er eins og Is-
land utan Evrópusambandsins en hluti af hinu evrópska efnahagssvæði.
Það lýrsta sem blasir við sjónum í Noregi er að sjálfur grundvöllur
lýðræðislegs stjórnkerfis, þátttaka í kosningum til þings og sveitarstjórna,
sem og í öðrum almennum atkvæðagreiðslum, hefur dvínað mjög. Ahrif
atkvæðanna hafa minnkað, segir þar. Verkamannaflokkurinn fór með
völd lengst af á síðustu öld, lagði áherslu á öflugt ríkisvald í þágu fólks-
ins og byggði upp víðtækt velferðarkerfi. Vald hans byggðist á stuðningi
öflugrar fjöldahreyfingar sem hafði verkalýðshreyfinguna að bakhjarli.
Vald hans og áhrif hafa snarminnkað á skömmum tíma. Aðrar fjölda-
hreyfingar og öflugir stjórnmálaflokkar eru ekki svipur hjá sjón heldur.
Hugmyndin um (rí)ás)skóla fyrir alla á undir högg að sækja en þar með
eykst hættan á auknum stéttamun rnilli þeirra sem sækja ríkisskóla og
40 Makt og demokrati, bls. 11-15.
41 Niðurstöður meirihluta norsku nefndarinnar era fengnar úr sérbældingi Makt- og
demokratiutredningen 2003, Makten og demokratiet - en introduksjon en þar era þær
dregnar saman.
42 Síðar í greininni verður gerð grein fyrir sérálitum þeirra Siri Meyer og Hege Skjeie.
43 Makten og dettiokratiet - en introdukýon, bls. 4.
92