Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 97
FRÁ FULLTRÚALÝÐRÆÐITIL ÞÁTTTÖKULÝÐRÆÐIS
dregið úr valdi þjóðríkisms. Alþjóða- og Evrópuvæðingin dregur úr valdi
kjörinna fuUtrúa. Vald er íramselt til yfirþjóðlegra stofnana og til fram-
kvæmdavaldsins, ríldsstofiiana og markaðsráðandi afla heima fyrir sem
sjá um gerð alls konar alþjóðlegra samninga sem síðan geta haft mikil
áhrif á þróun samfélagsins. Við þessar aðstæður geta ríki brugðist við
með tvennum hætti. Annars vegar með því að taka því sem að þeim er
rétt, hins vegar að sækja út á við og gera sig gildandi á alþjóðavettvangi.
Noregur hefur vahð síðari kostinn (utan ESB), beitt sér í þróunaraðstoð,
umhverfismálum, lausn erfiðra deilumála (Sri Lanka) og friðarsamning-
um (Israel og Palestína). Þrátt fyrir virkni stjómvalda í samfélagi þjóð-
anna benda nefndarmenn á að staða Noregs gagnvart Evrópu-
sambandinu sé að verða óþolandi, Noregur sé að verða eins og gömlu
nýlendumar, taki bara við lögum og reglum án þess að hafa áhrif og það
er ólýðræðislegtd1
Norska nefndin fjallaði um vaxandi áhrif dómstóla og spurði hvort
þeir væm að taka sér póhtískt vald sem ætti að vera hjá kjömum fulltrú-
um. Alþjóðasáttmálar, erlendir dómstólar og EES-samningurinn tak-
marka vald löggjafans. Dómar hafa margsinnis komið stjórnvöldum á
óvart þar sem þau hafa ekki gert sér grein fyrir hinum víðtæku áhrifum
ýmissa sáttmála. Nefndarmenn benda á að besta leiðin til að halda dóms-
valdinu í landinu sé að lögleiða sem flesta sáttmála, þannig að þeir séu þó
í það minnsta túlkaðir af innlendum dómurum.52 Þetta em norsk stjóm-
völd að gera og er m.a. verið að undirbúa lögleiðingu Sáttmálans um af-
nám alls misréttis gegn konumP
Eitt af því sem snertir lýðræðisumræðuna er spurningin um áhrif stétta
og stéttaskiptingar. Nefndin segir að stéttamunur hafi minnkað en sé alls
ekki horfinn, lífskjör era mun jafnari en fyrir 10 árum (að undanskildum
nýju auðjöfrunum). Það er athyglisvert að stéttaskipting nú á dögum
byggist í auknum mæh á þjóðemisuppruna fólks. Ixmflytjendur mynda
nýja stétt, oftast láglaunafólks, sem tekur ekki þátt í norskri þjóðfélags-
umræðu og býr á jaðri samfélagsins. Þar er staða kvenna sérstakt
áhyggjuefni en þær era oft mjög einangraðar og utanveltu. Minnihluta-
hópamir í Noregi njóta mismikillar virðingar. Samar hafa mest réttindi
Sama heimild, bls. 6.
52 Sama heimild, bls. 6-7.
53 Makt ogdemokrati, NOU 2003:19, bls. 82. www.odin.dep.no/aad/norsk/publ/utred-
ninger/NOU/002 001-020015.
95